22.2.2010 | 08:54
Einhvern veginn - fljótandi á sprengjusvæði rekandi stefna?
"Munum alltaf bregðast einhvern veginn við" segir Steingrímur J. en hvað þýðir þetta? Verður að segjast að ekki er þetta traustvekjandi yfirlýsing.
Tilboð breta og hollendinga er á skjön við það sem hafði verið rætt. Sem þýðir væntanlega að ekki hefur verið hlustað? Sendinefnd íslendinga ekki tekin alvarlega.
Hvernig væri að standa í alla fætur og tala upphátt um "dirty business" stefnu útlendingana. Ég er seinþreyttur til leiðinda en þetta er nú orðið alveg ágætt! Kominn tími til að svara og segja þetta er lokatillboð Íslands. Takið því eða gleymið samkomulagi.
Mér finnst fremur óþægileg þessi tilfinning af því að standa pínu allsber fyrir framan viðsemjendur okkar og biðja um skýlu. Eins og nekt sé skömm en ekki eðlileg. Það sýnist fremur líklegt að við munum valsa allsber um evrópu og segja einfaldlega þetta gengur einfaldlega ekki svona! Við skömmumst okkur ekki fyrir nekt okkar og erum tilbúin til að bjóða upp á okkur þar til viðunandi klæði fást.
Langsótt samlíking? Hugsanlega en er ekki allt þetta mál orðið langsótt, þreytandi og komin tími til að senda lokasvar. Opið lokasvar í stórum fjölmiðli? Einfaldlega hætta þessum pólístiska í þykjustunni kurteisa sandkassaleik og sprengja blöðruna.
Vilja 2,75% álag á vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samála þetta er búið alþingi er óstarfhæft þeirra tími er liðinn með Jóhönnu.
Utanþingsstjórn til handa fólkinu í landinu, handtala þjófana og einkavinavæðinguna burt.
Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 10:33
sammála ykkur
Jón Snæbjörnsson, 22.2.2010 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.