18.2.2010 | 09:19
Verður þjóðin alltaf að þvinga fram breytingar?
Bretar fallast á breytingar! Lækkun vaxta og væntanlega aðrar breytingar okkur til bóta? Verð að segja þetta hefur gengið treglega. Það er eins og að þjóðin hafi ásamt forsetanum þurft að neyða stjórnmálafólkið inn á nýjar leiðir. Ekki hafa þau sjálf viljað það.
Enn er:
Ótrúlega mikið að varðandi gegnsæi gagna í fyrirtækjasölum bankana.
Gríðarlega greitt fyrir skilanefndir mér er sama hvað er gert erlendis í þessum málum.
Hvergi sjáanlega verið að reyna að byggja upp raunverulegt traust milli þjóðar og stjórnenda.
Þörf á að reka "liðið " til að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi húsnæðismál og framtíðarstefnu þar sem eignarvitleysan er endurskoðuð .
Sama fólkið að "poppast" upp pínu hér og þar og finnst eðlilegt að vera beggja vegna borðs.
Siðferðið langt á eftir og þroski til að skynja vilja og löngun fólks til raunverulegrar breytinga týnt.
Listin er langur en allt snýst um traust. Snýst um að við sjáum og finnum heiðarleika einhversstaðar í orðum og augum þeirra sem stjórna skútunni. Ef ég finn að viðkomandi er heiðarlegur gagnvart eigin hugsjónum og skoðunum og sá heiðarleiki birtist í starfinu þá líður mér betur.
Einlægni, heiðarleika, auðmýkt, já ég skil og finn það sem þið finnið svipinn, mig langar að upplifa þetta miklu sterkar, oftar og sjáanlega hjá þeim sem eru að vinna í okkar málum hvar sem það nú er. Það glittir af og til í þetta sá skilning og einlægni hjá forsætisráðherra í viðtali um daginn. Svakalega komst allt miklu betra til skila þannig. Þetta er leiðin og hún verður ekki farin öðruvísi en í mikilli auðmýkt fyrir land og þjóð.
Það má alveg gera mistök! Bara viðurkenna þau og sjá lausnina og tala um hana. Þá erum við að halda áfram veginn. Erum ekki að spóla í misvitrum hugmyndum heldur láta á reyna sameiginlega hvað við getum.
Og eitt í lokin, hvernig má það vera að ekki er tekið mun alvarlegra á öllu forvarnarstarfi. Hvernig má það vera að ekki er verið að þétta félagslega, fjárhagslega og tilfinningalega öryggisnetið. Hvernig má það vera að niðurskurður í heilbrigðis- og félagslegakerfinu er svona furðulega beittur og ótengdur framtíðarsýn og raunveruleika skynjun?
Eru allir að bíða eftir að vandi fjölskyldna og einstaklinga verði nánast óbærilegur. Hvar er í raun og veru, verið að byrgja brunninn varðandi málefni allra sem eru atvinnulausir og aðstandenda þeirra. Allra sem eru í vandi með húsnæðismálin sín og ég tala nú ekki um gengistryggðu lánin sem varð að lögsækja vegna til að sjá eitthvað gerast.
Þetta og margt sem tengist félagslegu og tilfinningalegu öryggi okkur hefur legið í dróma. Bögubósar hafa of lengi fengið að ráðskast með líf okkar. Tökum völdin og breytum samfélagi okkar í samfélag okkar.
Bretar fallast á eftirgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
það er alveg á hreinu frá mínum bæjardyrum séð að ég á ekki og ætla ekki að borga þetta Icesave
annars sammála þér
Jón Snæbjörnsson, 18.2.2010 kl. 09:50
Var ekki Steingrímur alltaf að segja að það væri vonlaust að fá betri samning ? og endurreisn íslands gæti ekki byrjað fyrr en það væri búið að ganga frá Ice-slave samningum. Þvílík naðra sem þessi vinstri sinnaði api er. Hann er tilbúin að gera hvað sem er til að hald stólnum sínum á alþingi, fucking liðhlaupi sem þessi heimski maður er. ég skil ekki afhverju þetta lið segir ekki af sér þegar allar þessar svikar eru komnar uppá yfirborðið.
Gunnar Svanberg Jónsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 10:17
Góður, taka afstöðu er málið!!
percy B. Stefánsson, 18.2.2010 kl. 10:17
þeir sem ekki koma hreint fram eiga að fara frá - mér er alveg sama hvar í þessari ansk pólitik þeir standa
Jón Snæbjörnsson, 18.2.2010 kl. 11:57
Jón samála það þarf að hreinsa út úr þessum stofnunum allt er við það sama landráðapakk stjórnar og bankarnir stela þjófarnir sem settu okkur í ánauð ganga lausir og koma til baka fá allt á silfur fati.
Sigurður Haraldsson, 18.2.2010 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.