Forval/prófkjör vafasöm leið til betri lista.

Gott að verða í 1.a sæti listans í Reykjavík en er frekar vafasamt að þessi listi  eigi mikla möguleika.  Því miður er of auðvelt að smala sína í litlu forvali.  Við erum of vön að kjósa í blindni og einstaklingshyggja,  hefð og kunningsskapur er leiðarljósið. 

En ég held að hópur td. 5-7. aðila í uppstillingu sé góð lausn.  Þess vegna má hann fyrst leita eftir ákveðnum hópi viljugra og raða svo óttalaust upp sigur líklegum lista.  Og listinn svo lagður fram til lýðræðislegrar afgreiðslu á vel kynntum fundi.  Stilla verður upp með hagsmuni fólksins/flokksins í huga en ekki út frá þröngum hæfileikum og hagsmunum einstaklingsins.  Hagsmunir allra verður að leiða okkur þótt freistandi sé  að líta framhjá því og einblína á einstakling og sjá ekki heildarhag. 

Hér hefur það gerst að við val á Sóleyju Tómasdóttur hefur að mínu mati verið litið framhjá og kosið án hugsun um heildarhagsmuni, kjörþokka og jákvæða útgeislun. það vantar finnst mér þessi tilfinningu og þörf fyrir að kjósa viðkomandi. Við verðum að hafa hugrekki til að brjóta upp og breyta og velja og hafna án ótta um einhverjar afleiðingar innandyra eða annarsstaðar. 

Er "latte" kynslóðin að raðast inn á lista flokkana? 

En við fáum það sem við biðjum um svo gangi VG vel í borgarstjórnarkosningunum.  


mbl.is Sóley sigraði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið fenguð það sem þið áttuð skilið, konu án nokkurs "kjörþokka". Dettur ykkur í hug að einhver í borginni vilji hana sem borgarstjóra. Fráleit hugmynd. Til hamingju við öll hin.

Öddi (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband