Er ekki kominn tími á staðreyndir og heiðarleika?

Neikvæðar óstaðfestar sögusagnir af hendi blaðamanna eru of algengar í fjölmiðlum okkar í dag! Eins og dæmigerð frétt um ferð íslendinga til Hollands.  Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins herma heimildir Morgunblaðsins að ekki eru um samningaviðræður að ræða, að ekki hafi verið rætt um vaxtakjör,  að tilfinningar hollensk blaðamanns væru að væntingar væru ekki miklar af hálfu hollendinga.

Þessi "ekki frétt" óstaðfestra sögusagna er ekki til að gleðja einn né neinn. Óljósar vægast sagt mardraumskenndar heimildir fréttamanna eru eins og teknar úr sögubókum.  Þetta fólk hlýtur að sofa illa og lítið um jákvæðar,  byggðar á rannsóknar- og sannleiksleitandi draumafréttnæman vilja að ræða. 

Segja verður að engum er gefum möguleiki á að vinna að einhverjum málum eða fá uppbyggjandi fréttatengdar, trúverðugar og málefnalegar umræður einhversstaðar.  

Því miður er framkoma þingsins ekki til að byggja á.  Þar er gamla hávaða árásaraðferð þess sem segir ef þú ert ekki með mér ertu á móti mér aðferðin notuð.  Notaðar eru ómálefnalegar umræður í stíl gömlu víkinganna í undirförlum meinvarpa tilgangi .  Hér á að segja sem minnst af upplýsandi hlutum heldur ýgja að eða ganga í kringum grautinn, aðferðin notuð. 

Ég sakna einhvers heiðarleika sem sjáanlega kemur innanfrá sagður í auðmýkt og einlægni. Sakna stjórnmálamanna, frétta- og blaðamanna, fulltrúa samtaka hagsmunaaðila sem tala einfaldlega af heiðarleika og trúverðugleika til annarra íslendinga.  

Ég fæ ekki séð að einn aðila sé að reyna það. Og ef svo skyldi vera þá oftast í þeim öfuga tilgangi að koma höggi á svonefndan andstæðing! Rökfærsla víkur ætið fyrir brigs- og stóryrðum. 

Nú er skýrsla Rannsóknarnefndar að koma og vonandi ber okkur gæfu til að ræða hana málefnalega.  En nýjasta dæmið um arðgreiðslur til þingmanns sem reynast ólöglegar og afgreiðslan á því máli er ekki til fyrirmyndar.   Virðing fyrir Alþingi er látin víkja fyrir persónu viðkomandi þingmanns.  Hér á að segja af sér þingmennsku.  Sómi okkar krefst þess. Er framkvæmdur glæpur  þótt þýfinu sé skilað þegar upp kemst um hann?

Hvar er siðmenntaða lýðræðið sem á að vera á Austurvelli?  Samræðulist er ekki í hávegum, rannsóknarfréttamennska í lágmarki aðeins hávaðasamur reiðilestur heyrist. Vonandi erum við að hætta að nota aðferðina "að ráðast á og verja sig"í bland við hagsmunabaráttu.

Tökum því rólega og öndum með nefinu. Dveljum ekki í vandamálinu,  tölum saman og vinnum í lausninn.  Sýnum hvort öðru virðingu. 


mbl.is Hollendingar gefa sig ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband