Stýrivextir, áhrifasvæði okkar og kærleikslíf í upplausn.

Vegvísir fyrir daginn í dag. 

Gerir þú þér grein fyrir að allt sem þú gerir, hvernig þú lifir og hugsar, getur verið til góðs eða ills fyrir heiminn.  Hættu að láta draga þig inn í hringiðu óróa, glundroða, niðurrifs og eyðileggingar.

Byrjaðu nú þegar að einbeita þér að dásemdum og fegurð heimsins i kringum þig, þakkaðu fyrir allt. 

Blessaðu alla sem þú ert í snertingu við. Neitaðu að sjá það versta í fólki, atburðum eða ástandi, leitaðu alltaf eftir því besta.  Það á ekkert skylt við strútinn sem stingur höfðinu í sandinn og neitar að horfast í augu við raunveruleika heimsins.

Það felur aðeins í sér að leita skuli eftir og einbeita sér að því besta í öllu og öllum.  Örlítill heimur er innra með þér, Þegar þar er friður og jafnvægi, kærleikur og skilningur, alveg inn í dýpstu vitund í litla heiminum þínum, mun það speglast í hið ytra, í umhverfi þínu.

Þegar þú nærð því ertu byrjaður að leggja þitt af mörkum til hins viðtæka heildarástands heimsins.

 

Eileen Caddy.

Erum við að týnast í ytri hlutum?  Lifum við í umhverfi þar sem orð og samskiptaleysi stjórna líðan okkarog viljum við gera eitthvað í því, breyta einhverju? Dýrmæt og áhrifarík orð eru sögð og samskiptileysi hefur ríkt sem ekki verður aftur tekið?

Ég er orðinn ótrúlega þreyttur á umræðunni, við erum eins og inni í miðju hverfilbyls þar sem logn ríkir og enginn vill eða þorir að taka skref.  Því við verðum stíga inn í storminn og taka ákveðinn tíma í að leyfa storminum að geysa. Öðruvísi verður ekki nýja Ísland byggt upp úr rústum þessara erfiðu fortíðar gærdags okkar. 

Innra með okkur byr sannleikurinn fyrir hvert og eitt okkar.  Í honum verður heildar sannleikurinn stór og mektugur.  Látum ekki alla okkar orku í það sem er utan við okkur og utan okkar áhrifamáttar heldur leitum inn á við í eigin dásamlegu kyrrð.  Hér getum við haft áhrif og héðan úr kyrðinni getum við sameiginlega haft óendanlega stór áhrif.

Kærleikurinn er lykillinn að öllum lokuðum dyrum.  Lærum að nota lykilinn uns allar dyr hafa verið opnaðar.  Opnum augu okkar og sjáum sameiginlega þörf okkar og svörum henni. 

 

 


mbl.is Stýrivextir lækka í 9,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband