Framtíðin greiðir þegar mokað er úr tómum kistum.

Hvernig líður mér þegar ég les svona? Hvað gerist eiginlega hjá mér?  Í óöryggi er ég farinn að taka skoðanir annarra á hugsunum mínum og hegðun fram yfir mínar hugmyndir um mig og hvernig ég vil hafa það?  Kannast einhver við þessar hugsanir? Er líf okkar stöðugur óróleiki, flóttalegt, óöruggt er þessi óvissa um hvað muni gerast jafnvel í dag að ganga endanlega frá okkur? 

Eru dagar mínir eitthvað tengdir eftirfarandi ástandi? Lífi í ótta, tómleika og doða?  Er vantraust og stöðugur kvíði? Finnst mér ég ekki ráða við sársaukann, fólk og aðstæður.  Þrái ég breytingar en þori ekki að rugga bátnum af ótta eða óvissu um afleiðingarnar. 

Upplifi ég einangrandi einmannakennd því óttinn heldur mig frá mínum nánustu sem öðrum og líka frá mörgum af mínum uppáhalds stöðum.  Skipti ég sífellt um skoðun því mismunandi upplýsingar hellast yfir mig úr mismunandi áttum.  Er eins og hringekja sé stöðugt í gangi í höfðinu?  Finnst mér að ég viti og skilji  litið hvað er að gerast í stjórnmálum, bankamálum og fjármálaumhverfi? Hver bar ábyrgð? Hvar er gagnsæið?  Er virkilega klíkuskapur kunningjasamfélagsins enn ríkjandi? Hver er að selja hverjum hvað?  Á enn „litli maðurinn“ að bera ábyrgðina?

Á virkilega í dag að spara flatt yfir línuna á kostnað framtíðar án þess að hugleiða afleiðingarnar?  Er ekki öllum ljóst að vinavædda eftirlitskerfið í bönkum sem annarsstaðar,  átti vonandi fremur en á, auðveldara með þúsundkallinn en milljarðan?

Er reiði, kvíði, vantraust og einmannakennd eðlilegt ástand við núverandi þjóðfélagsaðstæður?  Er  efi minn og þessi kvíðahnútur einfaldlega tilkominn vegna ástandsins og að ekkert traust er lengur milli mín og annarra?  Stend ég í tómleika mínum og ekki neitt trúarvert sjáanlegt?  Hvar er einhver sem getur talað við mig og okkur af lágstemmdri skynsemi og trúverðugleika?   Snýst tilvera mín um að að lifa lifið af ekki lifa því lifandi? Þori ég ekki að standa á mínu vegna þess að ég tek sífellt ábyrgð á viðbrögðum annarra, vil ekki særa?  Vil ég þoknast,  jánka, skipta um skoðun fremur en taka höfnun eða reiði hvort sem er frá mínum nánustu eða öðru fólki?  Hefði ég átt að vita betur? Er stöðug sjálfsásökun?  Hver er sjálfsmynd mín?  Hver er ég?  Hvað erum við? Er lífið bara eitt stórt spurningarmerki?  Er einhver meðvirkni í gangi?  Er ekki kominn tími til að henda "það er svo gott að þjást" þráhyggjunni?

Er þetta svakalega lítið skiljanlegt?


mbl.is Glitnir mokaði fé í Fons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Nú virtist allt vera með felldu á neðri hæðum bankanna.Virtist vera passað upp á að fullnægjandi veð væru fyrir öllum lánum .

Hörður Halldórsson, 26.1.2010 kl. 20:12

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Percy. Lífið er breitingum undirorpið. Til að þola það þurfum við trú á okkur sjálfum og okkar eigin undirmeðvitundar-guð. Guð er í raun bara okkar eigin sanngirnis-lífssýn sem enginn getur kennt okkur. Einungis reynslu-lífið sjálft getur kennt slík fræði.

Við getum ekki endalaust trúað á utanaðkomandi skoðanir fræðinga sem raunverulega stangast á við okkar innstu sannfæringu. Við erum skyldug til að standa með okkar innstu sannfæringu fyrst og fremst, svo framarlega sem sú sannfæring er réttlát fyrir umheiminn. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.1.2010 kl. 20:23

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Spillingin er enn á fullu í bankanum stjórnkerfinu og dómsvaldinu því miður.

Sigurður Haraldsson, 27.1.2010 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband