Færsluflokkur: Spil og leikir
16.10.2006 | 07:40
Að tala en segja ekki neitt er best þessa miklu hlerunardaga .
Forsætisráðherra segir að nefnd sé að skoða "þessi mál". En nefndin segjast vera að skoða gögn almennt frá 1945 til 1991 svo hægt sé að hleypa öðrum í þau til skoðunar. Ekkert sér hlerunarmál einstakra manna sé í athugun á þeirra vegum. Óþarfi að fá óháða nefnd segir ráðherra ! En auðvitað er það eina vitið óháða nefnd sem skoðar allt fyrir Alþingi. Afhverju er óttinn svo mikill við taka af skarið ?
Framganga sjálfstæðismanna hefur verið dásamlega augljósleg og einkennandi klaufaleg. Hik og afneitun ófærir um að taka af skarið í málinu á það aðeins eftir að versna fyrir flokkinn. Upplýsingar Jóns Baldvins og Árna Páls um meintar hleranir um 1995 ber að taka alvarlega. Mál sem þessi versna aðeins ef þau eru ekki upplýst með trúverðuglegum hætti.
Forsætisráðherra átti frá fyrsta degi að taka af festu á hlerunarmálunum. Tala af ábyrgð um alvarleikan í trúnaðarbrestinum sem gæti myndast. Um hugsanlega ábyrgð e.t.v. sjálfstæðisflokksins og um vilja þeirra til að upplýsa allt. En nei því miður það var ákveðið að ýta þessu á undan sér og skapa meiri ringulreið og stjórnleysi vegna skorts á festu í stjórnun.
Björn Bjarnason hefur mist fæturna í þessu eins og Geir H. Haarde. Í stað tilfinningu auðmýktar fyrir ábyrgðarstöðu sinni bregðast þeir við með uppljómuðum dæmigerðum hætti óöruggra valdhafa.
Það væri flott að sjá óháða nefnd skipaða af Alþingi sem skilaði skýrslu fyrir þinglok. Það væri flott að sjá ráðherra tala af ábyrgð en ekki í úr klóm óttans við niðurstöðu. Hreinsið til í kringum ykkur.
Að upplýsa mál er skylda ykkar kæru valdhafar og það strax í dag. Breytið um stíl og takið ábyrgð ekki breytast í hrokafulla ráðamenn stígið inn í samfélag okkar aftur af auðmýkt og á móti ykkur verður tekið.
Flokkar megi ekki breytast í sértrúarsöfnuði með þann tilgang fremstan að halda valdi hvað sem það kostar. Vald skemmir til lengdar og mikil list að ráða en samt láta lýðinn ráða. Ég vistaði þetta undir "spil og leikir" því hvar á það betur heima?
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)