Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.5.2006 | 11:49
Asninn er staðfast dýr.
Ríkisvaldið er alltaf samt við sig. Tekin er ákvörðun og svo ekkert meir með það. Afleiðingar ekki skoðaðar hvorki fram né aftur í tímann. Haltur leiðir blindan og ákvarðanir svo ótrúlegar og teknar án hugmyndar um raunverulegar afleiðingar.
Staðreynd er líka að það er fólkið með lægstu tekjurnar sem verður mest var við þessa blindni ráðamanna. Framkvæmda- og framtíðarkvíði er aðall þeirra sem stjórna og ráða velferð okkar.
það verður að stokku aftur og gefa upp á nýtt. Þar til það er gert verður allt svona til bráðabirgða og hálfkák. En eftirfarandi er staðreynd.
Skattar hafa raunverulega hækkað vegna þess að skattleysismörk eru óbreytt þrátt fyrir breytingar á tekjum. Raunhækkun hefur orðið á húsnæðiskostnaði þ.e.a.s. ríkisstjórnin hefur lækkað vaxtabætur . er það vegna hækkunar á fasteignamati án þess að á móti hækka viðmiðunarmörkin í vaxtabótakerfinu. Fasteignagjöld, holræsagjöld og önnur gjöld hafa einnig hækkað þar sem prósentuhlutfall gjalda sveitarfélaga er haldið óbreytt þrátt fyrir hækkað fasteignamat. Húsaleiga hækkar vegna þess að viðmiðunarstuðlar leigu breytast en hámark húsaleigubóta er óbreytt.
Það sem er að er auðvitað að þetta gerist í einhverskonar sýndarveruleika. Ekkert hefur í raun breyst nema tölur á blaði eða í tölvunni hjá yfirvöldum. Og það sem verst er mannlegur máttur getur haft áhrif á þessar hækkanir en ríkistjórnin gerir ekkert!
Hjól endulausu vitleysunnar snýst bara og snýst. Fasteignaverð, áfengi, bensín m.fl. hækkar og þá hækkar vísitala sem hækkar lánin og svo framvegis. Hef áður nefnt að húsnæðislán eigi að vera óverðtryggð hjá öllum vegna einnar svona eðlilegrar íbúðareignar.
Koma á húsnæðisgreiðslum til allra vegna afnota á einni íbúð. Íbúðar sem er í eðlilegu samræmi við fjölskyldustærð viðkomandi. Húsnæðisgreiðsla kemur í stað vaxtabóta og húsaleigubóta og er óháð hvort um eign eða leigu er að ræða. En óhætt er að segja að bæði kerfin eru börn síns tíma og orðin eins alsherjar vitleysa þegar grant er skoðað.
Smá samantekt:
Hækka verður skattleysismörk verulega t.d. í 125. þúsund. Koma á húsnæðisgreiðslum og leggja niður fasteignaskatt af einni íbúð af eðlilegri stærð. Breyta álagninguhlutfall fasteignagjalda og aftengja húsnæðislán vísitölu ef um eina íbúð í eðlilegri notkun er að ræða. Einfalda skattlagningu á mat. Ein skattprósenta og færa skattinn þessvegna yfir á aðrar vörur.
Alveg er það líka með ólíkindum þessi tvöfalda skattheimta ríkisins á greiðslum til lífeyfirþega. Fyrst er skattur greiddur þegar greitt er í lífeyrissjóð svo er skattur greiddur af sömu fjármununum þegar peningurinn er endurgreiddur út til lífeyrisþegan.
Allt er þetta hægt ef réttlátt er forgangsraðað. Til dæmis má endurskoða 10% skattinn af fjármagnstekjum fyrir einkum hátekjufólk sem er misnotaður og í eðli sínu óréttlátur. Með kjarki og opnum hug er hægt að gera breytingar sem skila ánægðari og hamingjusamara fólki. Minni veikindi af streitu og breytt álag á venjulega fjölskyldu í þessu óvenjulega landi okkar. Réttlátari skiptingu sameiginlegra tekna okkar.
Jæja þetta er gott í dag gleðilegan miðvikudag gott fólk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.5.2006 kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2006 | 11:03
Vor og líf eftir vetur og komandi kosningar.
Komið vor og líf að færast yfir fólk og plönturíkið. Café Paris opnað svo Austurvöllurinn að endurheimta fyrri töfra. En með hækkandi sól færist ég nær sælu þeirri sem ég vil svo gjarnan lifa í!
Horfi minna á fréttir og endurtekin rifildi um endurtekin málefni einfalda svæfa mig. Vildi óska þess að stjórnmálin færu á flug með sólinni. Upp fyrir dægurþrasið og smáhlutina sem eru í gangi núna. Upp í hæðir þar sem sést yfir hið daglega líf okkar kjósenda.
Til þess að þetta litla sem truflar hverfi verður það stóra að vera í lagi. Öðruvísi komumst við ekki út úr öngþveiti allra hugmynda og loforða þessara tíma fyrir kosningar.
Allir vilja vera meira með fjölskyldum sínum. Ekkert skrítið, en hver á að útbúa umhverfið þannig að þetta rætist? Held að stjórnmálamenn geta ekki gert nema hluta þessa alls. Ég sem einstaklingur verður einfalda að taka ákvörðun fyrir mig. Vil ég lifa í sátt við stöðu mína í dag eða ætla ég að vera óánægður kjósandi til langtíma? Að lifa í sátt þýðir ekki að vilja ekki breytingar eða framför! Bara að allt verði ekki að gerast núna og ekki á kostnað framtíðar raðgreiðslna.
Verð ég ánægðari með fleiri pláss fyrir aldraða eða börn ef það er bara til að flýja raunveruleikinn og svala græðgi minni? Mitt er að ákveða tilgang minn og hvað ég þarf til að vera hamingjusamur. Lítið eða mikið er ekki málið! Sáttur eða ekki er málið.
Og vissulega verða að koma róttækar breytingar í húsnæðismálum og matarverðsmálum til að gera jarðveginn frjósaman fyrir mig. Ég sái ekki í jarðveg sem er fullur af kögglum og harður!
Ef grunnþörf minni er mætt á ég auðveldara með að lifa því lífi sem ég vil lifa með minu fólki. Það eru stjórnmálamenn sem gera grunnvinnuna. Lágan húsnæðiskostnað, lágt matarverð, ókeypis í strætó sem tákn fyrir stefnu í umhverfismálum eru dæmi um grunnvinnu. Ég get svo lítið gert nema þessir hlutir og nokkrir fleiri séu í lagi.
Hef áður nefnt aftengingu vísitölu við húsnæðislán, húsnæðisgreiðlsur og einfaldan lágan matarskatt . Samsetnig vístölunnar, tengingar hennar og misnotkun er finnst mér refsivert athæfi gagnvart mér sem manneskju. En þetta virðist vera ógerlegt. Heldur er verið að vasast í smámálum hér og þar og breyta yfirborðinu. En undir fallegu útliti margra samfélagsþátta hér á landi er öngþveiti. Strjórnleysi er svona þjóðaríþrótt en við viljum ekki sjá það. Hraðinn er okkur ómissandi! Ekki stoppa ekki hugsa bara slá á raðgreiðslum inn í framtíðina.
Hvað þarf að gera til að við þorum að staldra við og kíkja á hamingjuna? Ekki þessa yfirborðslegu nútímavæddu hamingju heldur gamaldags frið og kærleika í hjarta.
Já hver og einn verður auðvitað að svara fyrir sig. En eitthvað verður að gera viðstöndum á brúninni og verður að stökkva og treysta. Fara inn í framtíðina í trausti þess að gott verði úr öllu. En það er svo skolli erfitt því oft einkenna svör og afgreiðslur ráðamanna af hroka. Þora ekki að segja ég veit ekki að skal skoða málið og koma aftur. Og koma aftur með svar!
Jæja það er vor og loforð um betri tíð í náttúrunni ef við klúðrum þá ekki henni? Tökum höndum saman og búum til betri borg og betra land. Það er í raun svo auðvelt ef við bara þorum að breyta og sýnum þolummæði.
Gleðilegt sumar.
20.4.2006 | 18:13
Sveitarstjórnarkosningar framundan.
Borgarstjórnarkosningar eru framundan og loforðalistar fljúga listilega um himinhvolfin. En til að skilja loforðin verð ég að sjá efndir fyrri loforða. Starf núverandi meirihluta og hugmyndir minnihlutans á móti. Auðvitað skiptir árangur sl. ára talsverðu máli um trúverðugleika dagsins í dag.
Það sem mér finnst þó sameiginlegt með flestum er að græðgisvæðing samfélagsins mótar stefnu þeirra! Eins og skorti pólítiskt hugrekki til að þora að standa með skoðunum sínum eða falla frá þeim. Falla frá einstaklings- og græðgishyggjunni og sjá þörf heildarinnar. Taka flugið og sjá borgarsamfélagið í heild sinni sem einn sameiginlegur vetvangur fyrir alla. Mikill og stöðugur flótti fólks er í gangi í dag. Allt miðast við að þurfa ekki að staldra neinsstaðar of lengi! Og við eigum öll okkar geymslupláss í gegnum lífið frá vöggu til grafar! Og stjórnmálamenn og konur stjórnast of mikið af því að þoknast öllum þessum -ísmum! Hafa ekki sjálfstæðar leiftrandi hugmyndir um grunnþarfir íbúanna og alltof smáa og stutta drauma um framtíðina.
Eru beinar deiluskipuleggjandi, eyðileggjandi sjónmengandi brautir fyrir bíla inn og út úr borginni nauðsyn? Er skringilega óaðlaðandi skipulag á Valssvæðinu og hátæknisjúkrahús með bensínstöð í miðri súpinni nauðsyn? Hefði nú ekki mátt gera þetta öðruvísi? Kanski halda í gömlu þrískiptu sjúkrahúsin? Og sérhæfa þau og halda í sérkenni smæðarinnar. Við erum bara 300.000 manna þjóðfélag! Lifum í samræmi við staðreyndir og sláum ekki alltaf lán fyrir framtíðinni. Sem svo okkar afkomendur verða að greiða fyrir .............
Afhverju þarf ég að þjást af astma og vera rauðeygður í gulu svifryki? Magn svifryks hefur farið 19 sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári þar af 10 sinnum í mars! ! ! ! Afhverju má einfaldlega ekki banna nagladekk og skola göturnar? Of dýrt að skola göturnar var sagt, bull segi ég það er mengunin sem er of dýr! Sagt er að Ísland eigi inni mengunarkvóta og hann dugi fyrir nokkrum álverum. En er það ekki léleg ávöxtum í álgróða? Hugsanlega er besta ávöxtunin ef við eigum kvótan bara inni! Hreint loft og minni mengun er líklega hámarksávöxtun. Væntanlega er ósnert land hvort sem er í borg eða úti á landi það sem erfingjar landsins eiga kröfu um frá okkur. Sjálfum finnst mér þessi hugsun um ósnert land til barna þessa lands falleg og eðlileg og einföld í framkvæmd.
Malbiksófreskjur eins og nýja Hringbrautin fær mig til að efast um heilindi stjórnmálamanna Nýja tæknisjúkrahúsið virðist eins og flótti frá raunveruleikanum. Skipulag Valssvæðisins og sífelldar raunhækkanir skatta eins og fasteignaskatta sem miðast við fasteignamat sem er á leið til skýjanna. Sundabraut hér eða þar, skipulagið fyrir neðan Einholt er malbik og steypa- og sífellt nagg er á milli meiri- og minnihluta í borgarstjórn og hljómar svo innantómt. Nýtingarhlutfall þarf að hámarka en aldrei spurt um á kostnað hvers! Já, græðgi- og einstaklinghyggjan aftur á ferð! Mikið rosalega er of oft of mikið talað og of oft of lítið framkvæmt.
Miðbærinn er á góðri siglingu en gæta verður þess að leggja ekki ofurheyrslu á að allir komist þangað á fjallabílunum sínum. Miðbæinn fyrir fólk en ekki bíla. Förum með mengunarþrjótana neðanjarðar og í kringum miðbæinn. Byggjum við og bætum við það sem fyrir er nýtt og gamallt í vinalegri og eðlilegri návist hvors annars.
Og flugvöllurinn, auðvitað fer hann! Skipuleggjum svæðið miðað við 2016 gefum hugmyndum um manneskjulegt samfélag lausan tauminn og spáum svo í hvort við förum á Löngusker eða á Reykjanesið. Margt verður hvort sem er allt öðruvísi eftir 10 ár en í dag. Og öðruvísi en við höldum þessvegna er svo nauðsynlegt að hafa draumsýn en um leið vera vel tengdur í nútímanum. Taka því rólega en stefna upp á við og inn í samfélag þar sem einstaklingurinn er í fyrirrúmi og þörf hans fyrir hreinu lofti og manneskjulegu umhverfi.
Jæja nóg í bili Gleðilegt sumar gott fólk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.4.2006 kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2006 | 14:04
Mengun og jarðtenging !
Gleðilega hátíð. Jæja nú ætti ég að fara að geta náð andanum. Nagladekkin af og svifryk minnkar strax. Er búinn að fá astma og í augun í vetur af þessari óþörfu mengun. Afhverju í ósköpunum má ekki banna nagladekk hér á höfuðborgarsvæðinu. Og afhverju hefur heilsa mín og margra annarra ekki skipt máli. Of dýrt að skola göturnar! Hafið þið heyrt lélegri rök? Ætla stjórnendum borgarinnar þyki gula skýið sem sést hefur í vetur fallegt? Nú á hugsanlega að draga úr notkun nagladekkja! Bull! það á að banna notkun þeirra! Takið ábyrgð borgarfulltrúar og stjórnið þegar þarf að stjórna.
Og meir um mengun! Eins og hún minnki eða sé minna slæm ef við eigum ónotaðan kvóta hjá Alþjóðastofnunum!? Hér eru reiknimeistarar á fullu við að reikna út ónotaðan kvóta. Svo segja ráðherrar hvað er þetta við eigum inni mengun fyrir nokkrum álverum. En það er léleg ávöxtun þessarar inneignar að nýta hana í álver. Hæstu ávöxtunina fáum við ef við nýtum ekki kvótan og leyfum landinu að vera ósnortið. Vissulega sýn sem fæstir ráðherrar hafa enda til langs tíma en samt rétt.
Ef við lítum inn á við og skoðum hug okkar af hreinskilni. Þá held ég að flestir ef ekki allir sjái geðveikina í stóriðjuuppbyggingu. En þeir sem stjórna eru svo hræddir við að verða sér til minnkunar ef þeir skipta um skoðun að það er bara keyrt á fullu. Stundarbrjálæði sem þetta er dýrkeypt fyrir næstu kynslóðir. En það skiptir ekki máli?
Núna skal lifað í hagvextinum! Hvernig sem við nú gerum það. það er nefnilega þannig að fæstir ná því að lífa í honum! Enda vita fæstir hvað það þýðir að lifa í hagvexti. Nema þeir sem aðgang eiga að ódýrum peningum og geta látið hann búa til meiri peninga fyrir sig. Sem útaf fyrir sig er vafasamt hátterni innan margra lánastofnana.
Hvað gerir hagvöxturinn fyrir starfsmenn dvalarstofnana eða aðra láglaunaþræla? Lítið sem ekkert nema smá auka kaupgetu sem verðbólgan tekur jafnharðan og étur. Þetta daglega þvarg stjórnmálamanna og fjármálafólks um vöxt eða verðbólguskot skipta litlu máli. Takið á daglegum vanda venjulegs fólks. Og ég lofa þið fáið atkvæði og viðskipti.
Gáfumannatal og langar útskýringar á engu skipta engu nema það er algjör tímaeyðsla. Komið niður til okkar sem lifum hér og hrærumst í svifryki og verðbólguskotum og verið memm!!!!!!!
Gleðilega upprisu og ósk um nýtt upphaf. Tvennar kosningar framundan kíkjum á jarðtengingu stjórnmálamannana gott fólk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2006 | 10:33