Þjóðaratkvæðagreiðslan! Fyrirmynd og fyrirmyndarleysið!

Enn rís Ólafur Ragnar upp og nær vinningnum! Þau sem tapa eru forsætis- og fjármálaráðherra með afstöðu sinni til málefnisins.  Má vera að það sé ákvörðun hvers og eins hvort hann kýs eða ekki en formenn ríkisstjórnarflokkanna eru ekki venjulegir kjósendur.  Þau eru fyrirmynd um hvernig við notum lýðræðislegan rétt okkar til að segja álit okkar á ákveðnum málefnum.

Forsetinn svaraði vel spurningunni um markleysi kosningana! Markleysið og tilgangsleysið sem formennirnir tala svo mikið um.

Markleysan er nú ekki meiri en það að greiða á atkvæði um gildandi lög um Icesave,  segja já eða nei! Auk þess hefur þessi leið beitt hollendinga og breta miklum þrýstingi og breytt áliti margra útlendinga á málefninu.

Því miður hefur framganga forsætis- og fjármálaráðherra gert það að verkum að þau koma út úr þessu í tapi.  Vantraust og efasemdir birtast um getu þeirra til að fara nýjar óhefðbundnar leiðir til þess að efla land og þjóð.

Við virðumst þurfa algjöra endurnýjaða forustu til að halda áformum "búsárhaldarbyltingarinnar" áfram og í fararbroddi.

 


mbl.is Ólafur Ragnar búinn að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli að ekki megi í það minnsta orða það svo að við höfum enn sem komið er hærri stigatölur en Bretar og Hollendingar. Og það eigum við auðvitað Ólafi forseta að þakka.

En lokasvarið er svo auðvitað eitt stórt Nei og það fyrr en seinna.

Árni Gunnarsson, 6.3.2010 kl. 18:32

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Formenn stjórnarflokkana, reyndar allra stjórnmálaflokka, ber skylda til að mæta á kjörstað. Hvað þeir svo kjósa er alfarið þeirra einkamál.

Þegar einhver formaður stjórnmálaflokks mætir ekki á kjörstað er hann að niðurlægja lýðræðið í landiu. Eftir slíka framkomu ber viðkomandi að segja sig úr flokknum og hætta allri aðkomu að stjórnmálum.

Lýðræðið er dýrmætara en svo, að stjórnmálamenn geti leyft sér að hundsa það.

Gunnar Heiðarsson, 7.3.2010 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband