Klíkuskapur og þöggun?

Íslensk samfélag er lítið. Í raun minna en lítið! Aðgangur að fjármagni, vinnáttu-kunningjasambönd, pólístisk og/eða fjölskyldutengsl eða hreinn og ódulinn klíkuskapur íbland við spillingu er það sem stýrir land okkar. 

Stjórnmálafólk er hugsanlega í þeirri trú að þeir stjórni en ég held að það sé óskhyggja sem ekki í sjáanlegri framtíð verður að veruleika.  Þrýstihópar í sjávarútvegi, landbúnaði, vöruinnflutningi, klíkur innan banka og framkvæmdaverktaka það er allt morandi í þrýstihópum sem ráða ferðinni. Og við sem kjósum til sveitar- og landsstjórnar höldum of oft að við ráðum einhverju. Og því miður virðast mér hagsmunasamtök launþega einnig í þessari duldu hagsmunagæslu fyrir aðra en félagsmenn sína. 

Það þarf sterk bein og hugrekki ef á að breyta samfélagi okkar til betri vegar.  Og ég efast hreinlega um að við sjáum það í náinni framtíð.  Óttinn við að styggja valdið er þó sterkasta aflið og það sem ræður mestu um hver er látinn/fær að stjórna.  

Man þá tíð er ég vann í opinbera kerfinu. Sannleikann mátti sjaldnast tala um. Skipt var algjörlega um skoðun á fjögurra ára fresti og hjálpi þér ef þú hafðir aðra skoðun en pólistiskt yfirvald eða hagsmunagæslufólk í stjórn stofnunarinnar. Sveitarstjórnir notuðu sína pólítísku fulltrúi til að fá sitt fram gegn tillögum starfsmanna um hagkvæmni og skynsemi.  Og seinna komu svo þessir sveitarstjórnarmenn og vildu að stofnunin bæri ábyrgð á þeirra vitleysu.  Já öll vitleysan er ekki eins og við höldum. Opinberar nefndir eru oftast settar saman af hagsmunagæsluhópum til að semja drög að væntanlegum lagafrumvörpum.  Er nema von að flest lög frá Alþingi verða samsuða til að þóknast þrýstihópum og þar af leiðindi breytist lítið almenningi í hag. 

Þessi óbeinu og beinu skilaboð um að ef þú segir of mikið "okkur" í óhag verður þér refsað í starfi eða persónulega lágu/liggja alltaf í loftinu. Ef þér tekst t.d. að fara af opinberum vanskilalistum eru bankar og lánastofnanir með eigin vanskilalista sem aldrei fyrnast. Einstaklingar eru fastir í snúru sem aldrei slitnar.  Hugsanlega löglegt en örugglega siðlaust. 

Við verðum að endurskoða sameiginlega fjármagnsköku okkar og skipta henni aftur í réttláta bita. Einhver verður að byrja að gera þessar kröfur og samstaða að myndast svo milli aðila um þessa eðlilegu kröfu almennings. Ljóst er að eldhúsáhaldabyltingin mistókst og flestallt komið í gamla kunnuglega farveginn.  

Endurnýjum þessa byltingaþörf okkar og látum ekki af henni fyrr en þessum breytingum á grunnskiptingu fjármagns í landinu er náð.  Fjármagnið er til það lekur bara niður í sprungur til þrýstihópa áður en til almennings er náð.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Búsáhaldabyltingin mistókst vegna þess að það eina sem varð úr henni ver verri útgáfa af kerfinu sem við höfðum.

Það mun taka tugi ára að vinda ofan af skaðanum sem hún olli. Við máttum ekki við því.

Nei, við sitjum uppi með spillinguna. Hver sá sem kemur með raunsæar lausnir mun aldrei komast að.

Það er lýðræði.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.10.2013 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband