Steingrímur ólíklegur! Jóhanna situr heima!

 Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, né Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, gera ráð fyrir því að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave!!!

Get hér endurtekið blogggið frá því í morgun og ekki virðist vanþörf á!!!!  Þetta heitir þjóðaratkvæðagreiðsla og forsvarsmenn þjóðarinnar eru í háæruverðugu þunglyndi yfir að fá ekki sínum vilja framgengt!!! Hvernig eiga þessir aðilar að geta leitt okkur áfram inn á nýja farsæla en hugsanlega mjög erfiða leið?  Ekki vil ég aðra flokka en hugsanlega annað fólk sem stýrir skútunni!! Einhvernveginn hefur ekki nýhugsunin sem átti að skila sér með "búsárhaldarbyltingunni" komist inn í hugmyndasmiðja þessa fólks.  Enda staðreynd að eftir að í áratugi hafa spólað í sama farinu er erfitt að komast upp úr hjólförunum og sjá nýjar leiðir birtast. Það fylgir því alltaf sársauki að breyta um kúrs en ef við stígum ekki inn í sársaukann í gegnum óttann við breytingar gerist barasta ekki neitt!!!!!!  En reynsla annarra þjóða sýnir að yfirleitt þarf nýtt fólk sem er óskemmt af fyrri afrekum til að vera í fararbroddi fyrir nauðsynlegum oft sársaukafullum samfélagslegum breytingum.

"Mér finnst þetta markleysa og finnst mjög dapurlegt að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun lýðveldisins verði um lög sem þegar eru orðin orðin úrelt. Í ljósi þess sé ég engan tilgang í að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu," hefur Fréttablaðið eftir Jóhönnu.  En er ekki ljóst að forsætisráðherra mundi mæta ef málefnið væri henni þóknanlegt?  Þessi afstaða er of augljóslega reiði, gremju- og vonbrigðisafstaða sem ekki er gott leiðarljós fyrir kjósendur sem hugsanlega enn eru í óvissu um afstöðu sína.

Það á ekki að vera talinn markleysa að mæta á kjörstað.  Að mæta er lýðræðislegur réttur og skylda finnst mér.  Mæta og taka afstöðu á kjörstað - það að skila auðu er afstaða!!

Ummæli forsætis- og fjármálaráðherra hafa verið á "kantinum" svo að segja! Forgöngufólkið hefur ekki verið upplitsdjarft að mínu mati.  Er það ekki ljóst að fyrst eftir synjun forseta um staðfestingu laga um Ice-save fór hjólið að snúast okkur í hag?  Með nýju samningafólki, erlendum kunnáttumanni og ákveðni fór eitthvað að gerast.  En eins og  ég hef áður sagt bjartsýni verður alltaf að vera í fararbroddi.  Á það hefur skort í alltof miklum mæli.  Margt hefur breyst en það hefur verið eins og hafi þurft að neyða ríkisstjórnina áfram þessar nýju leiðir. Ég hef alltaf verið hlynntur félagslegum- vinstrisinnuðum hugsjónamiklum ríkisstjórnum en nú er farið að skorta þessa þætti.

Það er að mínu viti skylda að mæta á kjörstað.  Hvað þá ef viðkomandi aðilar eru í forsvari fyrir okkur og fyrirmynd sem við eigum að geta litið upp til.    Með, á móti eða autt breytir engu ábyrgðin liggur í að nota rétt sinn.

Það eru skyr skilaboð sem koma úr kjörkössunum.  Skilaboð til allra sem munu gera mikið fyrir land og þjóð.

Það er of dýrkeypt að láta ekki hjartað ráða för!!


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég tek undir hvert orð hjá þér.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2010 kl. 11:47

2 identicon

Ólánsfólk sem Jóhanna & Steingrímur, voru á stríðsárunum kölluð " Quislingar"

 Taka afstöðu með kúgurum sínum - ótrúlegt !

 Íslands óhamingju verður allt að vopni, að þetta lið skuli verma æðstu stjórnunarstöður á örlagastundu í lífi þjóðarinnar.

 Vei þeim !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 12:21

3 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

skandall, algjör skandall. Þau eiga að seiga af sér á stundinni!!  Þau vita að þau eru búin að eyðileggja fyrir sig

og að þau mun ekki verða kosin í næstu kosningar þannig að þau gefa skít í okkur og reyna að eyðileggja eins

mikið og hægt er!!  Ég er laungu búinn að kjósa! NEI.

Sævar Guðbjörnsson, 5.3.2010 kl. 12:35

4 identicon

Ég treysti ekki skoðunum fólks sem notar orðið ,,laungu" í staðinn fyrir ,,löngu".

Sæmi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 13:31

5 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Snilld hjá þér sæmi sem útilokar alla sem eru ekki með toppeinkun í íslensku kunnáttu, þá þarft þú ekki að koma með rök fyrir bullinu þínu.  blandaðu ekki saman mína íslensku kunnáttu og mína kunnáttu um þjóðaratkvæðargreyðslu. Og þrátt fyrir að ég sé ekki góður í íslenskunni þá er ég ekkert að fela hver ég er eins og þú gerir (sæmi).

Sævar Guðbjörnsson, 5.3.2010 kl. 14:38

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þrælgott blogg hjá þér Percey

Sigurður Þorsteinsson, 5.3.2010 kl. 22:07

7 identicon

Jóhanna Sigurðardóttir Quisling  og  Steingrímur J Sigsússon Quisling

" Quisling  =  Svikari " 

Ég líki þeim báðum hiklaust við Vidkun Quisling, sem seldi Norðmenn í hendur Nasista. Þau hafa bæði tvö svikið sitt stærsta loforð um "skjaldborgina", ásamt því að ætla að selja okkur í fjárhagslega ánauð til Breta og Hollendinga.

Spurning hvort það stangist ekki á við 86. grein hegningarlaga.

Kristinn (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband