Nálægt hverju, einhverskonar snertilendingu? Hverjir geta leitt okkur til raunverulegrar lendingar?

Enn hefst umræðan um fötin sem hinn nakti keisari er ekki enn í klæddur.  Hringsól um "ekki neitt" umræða í tómarúmi einskisins og sífelldar afsakanir,  réttlætingar því óttinn við breytingar er öllu yfirsterkari.  Sífelld leit eftir lausn sem hinir geta samþykkt!  Alltaf verið að taka ábyrgð á viðbrögðum viðsemjenda á okkar kostnað.  Útskýringar sem fletja aðrar útskýringar út og gera að engu það sem fyrir var haldið.  Einhvern veginn verður botninn þynnri og þynnri um leið og byrjað er að fletja deiglegar skoðanir og hugmyndir út með endurteknu tali um það sem var í raun "ekki neitt". 

Formenn mæta í Silfur Egils og enn er karpað um hver sé bestur í að vera verstur og hvers sé ábyrgðin.  Þið gerðuð þetta, þið sögðuð þetta, hugsuðuð þetta og þið ætlið örugglega að gera þetta "ekki eins og við viljum" heldur eins og þið viljið.  Þið eruð verst ykkur er alls ekki trúandi til eins né neins!

Ekkert,  við skulum taka saman höndum og vinna að lausn þessara mála. Ekkert,  við skulum leggja deilur um dægurþras og eigin metnað til hliðar og vinna sameiginlega að "við" lausn hagsmunamál okkar sem þjóðar. 

Nýjar leiðir án nýrra hugmynda, hugsana og nýs fólks leiða aftur á gamlar slóðir.  Það er að gerast núna að sama fólkið sem setið hefur í forsvari jafnvel áratugum saman heldur að það geti notað gömlu aðferðirnar til að komast nýjar leiðir á nýjan áfangastað.   Þeir "nýju"  formenn sem litið hafa ljós dagsins koma úr gömlum uppeldisbúðum eldri hugmynda, hugsana og framkvæmda flokka sinna og hafa ekkert nýtt til málana að leggja.

Þap fylgir því átök, sársauki og efasemdir að stíga upp úr gömlum hjólförum og fara nýjar leiðir.  Það þarf hugrekki til að hætta að spóla í sama pyttinum og styra farteskinu upp úr þeim djúpu hjólförum sem það er komið í. Hann er fúll pytturinn sem við erum að sulla í núna.

Það þarf nýtt fólk til að leiða okkar þessa nýju leið.  Ef litið er yfir flokka og fólk er lítið um ný andlit sem hafa þennan sjaldgæfa eiginleika að tindra af hugrekki, ákefð og löngun til breytinga.  Ég vil sjá tilfinningapólítík, sjá leiftrandi hugsjónir velta gamla hagsmunapólítík um koll og flotta formúlubílstjóra keyra hugmyndavagni okkar á nýrri braut í átt að nýjum og ferskum lausnum.  

En hvar er fólkið sem getur leitt okkur áfram ásamt auðvitað stórum hópi hugsjónasmekkfullra hugmyndasmiða. Því enginn einn gerir þetta en forustusauð þarf.

Þar sem ég er enn í stuðningsliði VG auglysi ég eftir ykkur gott fólk.  Vissulega er ég gamall stuðningsmaður hugsjónamannsins af Grímshaganum en við erum nú báðir að komast á vitringaaldurinn?  Ein er þó þarna sem leiftrar í eigin hugsjónakrafti má vera að hennar tími sé að koma.  Eða hvað segist um það Guðfríður Lilja?


mbl.is „Vorum nálægt samkomulagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hugsaðu þér er fólk gæti sest niður og rætt málin í bróðerni - það sem þessi ansk pólitík er ekki búin að gera

Jón Snæbjörnsson, 9.3.2010 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband