Vor og líf eftir vetur og komandi kosningar.

Komið vor og líf að færast yfir fólk og plönturíkið.  Café Paris opnað svo Austurvöllurinn að endurheimta fyrri töfra.  En með hækkandi sól færist ég nær sælu þeirri sem ég vil svo gjarnan lifa í!  

Horfi minna á fréttir og endurtekin rifildi um endurtekin málefni einfalda svæfa mig.  Vildi óska þess að stjórnmálin færu á flug með sólinni.  Upp fyrir dægurþrasið og smáhlutina sem eru í gangi núna. Upp í hæðir þar sem sést yfir hið daglega líf okkar kjósenda.  

Til þess að þetta litla sem truflar hverfi verður það stóra að vera í lagi.  Öðruvísi komumst við ekki út úr öngþveiti allra hugmynda og loforða þessara tíma fyrir kosningar. 

Allir vilja vera meira með fjölskyldum sínum. Ekkert skrítið, en hver á að útbúa umhverfið þannig að þetta rætist? Held að stjórnmálamenn geta ekki gert nema hluta þessa alls.  Ég sem einstaklingur verður einfalda að taka ákvörðun fyrir mig.  Vil ég lifa í sátt við stöðu mína í dag eða ætla ég að vera óánægður kjósandi til langtíma?  Að lifa í sátt þýðir ekki að vilja ekki breytingar eða framför!  Bara að allt verði ekki að gerast núna og ekki á kostnað framtíðar raðgreiðslna.

Verð ég ánægðari með fleiri pláss fyrir aldraða eða börn ef það er bara til að flýja raunveruleikinn og svala græðgi minni?  Mitt er að ákveða tilgang minn og hvað ég þarf til að vera hamingjusamur. Lítið eða mikið er ekki málið!  Sáttur eða ekki er málið.

Og vissulega verða að koma róttækar breytingar í húsnæðismálum og matarverðsmálum til að gera jarðveginn frjósaman fyrir mig. Ég sái ekki í jarðveg sem er fullur af kögglum og harður!

Ef grunnþörf minni er mætt á ég auðveldara með að lifa því lífi sem ég vil lifa með minu fólki.  Það eru stjórnmálamenn sem gera grunnvinnuna.  Lágan húsnæðiskostnað, lágt matarverð, ókeypis í strætó sem tákn fyrir stefnu í umhverfismálum eru dæmi um grunnvinnu.  Ég get svo lítið gert nema þessir hlutir og nokkrir fleiri séu í lagi.

Hef áður nefnt aftengingu vísitölu við húsnæðislán,  húsnæðisgreiðlsur  og einfaldan lágan matarskatt .  Samsetnig vístölunnar, tengingar hennar og misnotkun er finnst mér refsivert athæfi gagnvart mér sem manneskju.  En þetta virðist vera ógerlegt.  Heldur er verið að vasast í smámálum hér og þar og breyta yfirborðinu. En undir fallegu útliti margra samfélagsþátta hér á landi er öngþveiti.  Strjórnleysi er svona þjóðaríþrótt en við viljum ekki sjá það. Hraðinn er okkur ómissandi! Ekki stoppa ekki hugsa bara slá á raðgreiðslum inn í framtíðina. 

Hvað þarf að gera til að við þorum að staldra við og kíkja á hamingjuna?  Ekki þessa yfirborðslegu nútímavæddu hamingju heldur gamaldags frið og kærleika í hjarta.  

Já hver og einn verður auðvitað að svara fyrir sig.  En eitthvað verður að gera viðstöndum á brúninni og verður að stökkva og treysta.  Fara inn í framtíðina í trausti þess að gott verði úr öllu.  En það er svo skolli erfitt því oft einkenna svör og afgreiðslur ráðamanna af hroka.  Þora ekki að segja ég veit ekki að skal skoða málið og koma aftur. Og koma aftur með svar!  

Jæja það er vor og loforð um betri tíð í náttúrunni ef við klúðrum þá ekki henni?  Tökum höndum saman og búum til betri borg og betra land. Það er í raun svo auðvelt ef við bara þorum að breyta og sýnum þolummæði.

Gleðilegt sumar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband