Sveitarstjórnarkosningar framundan.

1_dpld.jpg

Borgarstjórnarkosningar eru framundan og loforðalistar fljúga listilega um himinhvolfin.  En til að skilja loforðin verð ég að sjá efndir fyrri loforða.  Starf núverandi meirihluta og hugmyndir minnihlutans á móti.  Auðvitað skiptir árangur sl. ára talsverðu máli um trúverðugleika dagsins í dag.

Það sem mér finnst þó sameiginlegt með flestum er að græðgisvæðing samfélagsins mótar stefnu þeirra!  Eins og skorti pólítiskt hugrekki til að þora að standa með skoðunum sínum eða falla frá þeim.  Falla frá einstaklings- og græðgishyggjunni og sjá þörf heildarinnar. Taka flugið og sjá borgarsamfélagið í heild sinni sem einn sameiginlegur vetvangur fyrir alla.   Mikill og stöðugur flótti  fólks er í gangi í dag.   Allt miðast við að þurfa ekki að staldra neinsstaðar of lengi! Og við eigum öll okkar geymslupláss í gegnum lífið frá vöggu til grafar!   Og stjórnmálamenn og konur stjórnast of mikið af því að þoknast öllum þessum -ísmum!  Hafa ekki sjálfstæðar leiftrandi hugmyndir um grunnþarfir íbúanna og alltof smáa og stutta drauma um framtíðina. 

Eru beinar deiluskipuleggjandi, eyðileggjandi sjónmengandi brautir fyrir bíla inn og út úr borginni nauðsyn?  Er skringilega óaðlaðandi skipulag á Valssvæðinu og hátæknisjúkrahús með bensínstöð í miðri súpinni nauðsyn?  Hefði nú ekki mátt gera þetta öðruvísi? Kanski halda í gömlu þrískiptu sjúkrahúsin? Og sérhæfa þau og halda í sérkenni smæðarinnar.   Við erum bara 300.000  manna þjóðfélag!  Lifum í samræmi við staðreyndir og sláum ekki alltaf lán fyrir framtíðinni.  Sem svo okkar afkomendur verða að greiða fyrir .............

Afhverju þarf ég að þjást af astma og vera rauðeygður í gulu svifryki? Magn svifryks hefur farið 19 sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári þar af 10 sinnum í mars! ! ! !  Afhverju má einfaldlega ekki banna nagladekk og skola göturnar?  Of dýrt að skola göturnar var sagt, bull segi ég það er mengunin sem er of dýr!  Sagt er að Ísland eigi inni mengunarkvóta og hann dugi fyrir nokkrum álverum.  En er það ekki léleg ávöxtum í álgróða?  Hugsanlega er besta ávöxtunin ef við eigum kvótan bara inni!  Hreint loft og minni mengun er líklega hámarksávöxtun.  Væntanlega er ósnert land hvort sem er í borg eða úti á landi það sem erfingjar landsins eiga kröfu um frá okkur.  Sjálfum finnst mér þessi hugsun um ósnert land til barna þessa lands falleg og eðlileg og einföld í framkvæmd. 

 Malbiksófreskjur eins og nýja Hringbrautin fær mig til að efast um heilindi stjórnmálamanna Nýja tæknisjúkrahúsið virðist eins og flótti frá raunveruleikanum.  Skipulag Valssvæðisins og sífelldar raunhækkanir skatta eins og fasteignaskatta sem miðast við fasteignamat sem er á leið til skýjanna.  Sundabraut hér eða þar, skipulagið fyrir neðan Einholt er malbik og steypa-  og sífellt nagg er á milli meiri- og minnihluta í borgarstjórn og hljómar svo innantómt.   Nýtingarhlutfall þarf að hámarka en aldrei spurt um á kostnað hvers!  Já, græðgi- og einstaklinghyggjan aftur á ferð!   Mikið rosalega er of oft of mikið talað og of oft of lítið framkvæmt. 

Miðbærinn er á góðri siglingu en gæta verður þess að leggja ekki ofurheyrslu á að allir komist þangað á fjallabílunum sínum. Miðbæinn fyrir fólk en ekki bíla.  Förum með mengunarþrjótana neðanjarðar og í kringum miðbæinn.  Byggjum við og bætum við það sem fyrir er nýtt og gamallt í vinalegri og eðlilegri návist hvors annars.    

Og flugvöllurinn, auðvitað fer hann! Skipuleggjum svæðið miðað við 2016 gefum hugmyndum um manneskjulegt samfélag lausan tauminn og spáum svo í hvort við förum á Löngusker eða á Reykjanesið.  Margt verður hvort sem er allt öðruvísi eftir 10 ár en í dag. Og öðruvísi en við höldum þessvegna er svo nauðsynlegt að hafa draumsýn en um leið vera vel tengdur í nútímanum.   Taka því rólega en stefna upp á við og inn í samfélag þar sem einstaklingurinn er í fyrirrúmi og þörf hans fyrir hreinu lofti og manneskjulegu umhverfi.

Jæja nóg í bili Gleðilegt sumar gott fólk.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Mikið rosalega er ég sammála því sem þú segir. Haltu áfram á þessari braut. Kær kveðja Ester.

Ester Júlía, 20.4.2006 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband