Allt, stendur ekki til boða!

Þannig er nú staðan að "allt" er ekki til boða.  Það eru aðeins ákveðnar leiðir eftir.  Leiðir sem færa okkur nær þeim breytingum sem krafist er.  Og svo kosningar í apríl gott fólk. 

Fram að þeim tíma, sem sagt núna eiga allir flokkar að leggja fram áætlanir um björgunarleiðangur og innri breytingar á flokkum og stofnunum.  Atvinnuleysi, húsnæðismál, matarkarfan og geðheilsa okkar allra á að vera í fyrirrúmi.  Ásamt sjálfsagðri ábyrgðartilfinningu og siðferðiskennd stjórnenda landsins.  Innlendis sem erlendis ríkir vantrú!

Engin áætlun er sjáanleg sem snýr að stærrihluta þjóðarinnar.  Þeim hluta sem er ekki búin að missa allt er á hliðarlínunni alveg að detta inn í gjaldþrot,  en sér enga hjálp nálægt sér og sinni fjölskyldu

Morgunljóst líka  að skipta verður um fortustulið.  Alveg sama hvað flokkur er um að ræða.  Tengingar við fortíðina hvað þá gærdaginn og allt úrræðaleysið snertir alla flokkanna.

Engin hefur lagt fram neitt um "næraðstoð" við einstaklinga og fjölskyldur. Þetta ásamt ýmsu öðru veldur óróleikanum góðir þingmenn og stjórnendur of margra ríkisstofnana.

 


mbl.is „Allt kemur til greina"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Percy mikið er gott að lesa hugleiðingar þínar. Ég vona svo sannarlega að það séu margir sem eiga leið hér um bloggið þitt.

Ég eins og þú hef áhyggjur af geðheilsu landans, foreldrar í miklu annríki til að ná endum saman, foreldrar í þunga og örvæntingu vegna "ástandsins" eru því miður ekki eins hæf í foreldrahlutverkið. Börnin tekin með í mótmæli, þau horfa á fréttir, lesa blöðin og upplifa öryggisleysi, ótta og reiði... Hver talar við þau og útskýrir ? 

Það ríkir óvissa um ástand fjölskyldna í landinu, stefnuleysi varðandi atvinnuleysi, upplýsingaflæði, húsnæðismálin og gríðarlega hækkun á nauðsynjavörum er óviðunandi. Allt hefur þetta áhrif á geðheilsu fólksins í landinu.l

Ég heyrði í morgun að Finnar hefðu farið í gegnum svipaða tíma fyrir tug ára (eða svo) og í dag væru þeir að sjá hvaða áhrif þetta hafði á börn og unglinga. Nú eru þessi börn fullorðin og þjást af slakri geðheilsu.
Ég vona svo sannarlega að við þurfum ekki að detta í sama brunn og þau... við ættum að geta lært af þeirra reynslu.

Kærleikskveðja

Díana 

Díana Ósk (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband