Sjálfhverfing ó sjálfhverfing! Nóg er komið!

Fengum bakslag og þurfum að taka til heima hjá okkur.  Líta í eigin barm vera heiðarleg í sjálfskoðuninni. 

Slíkt vantraust á stjórnendur landsins er komið upp að erfitt verður að laga.  Stöður þeirra eru tákn um ábyrgð um traust það sem við sýndum þeim!  Smátt og smátt er að koma í ljós að gömlu leiðirnar eru enn farnar í blindni.  Fjármál landsins skulu vera innanbúðarmál og okkar fólk gera úttektirnar.   Þetta á ekki að geta komið fyrir en kemur fyrir.  Ofurlaun framkvæmdastjóra lífeyrissjóða landsins er sér mál og furðumál!  Hvaða stjórnir réðu þessa menn á þessu kaupi? Kaup sem er í engu samræmi við kjör sjóðsfélaga og eigendur sjóðanna. Segjum þeim upp og ráðum á vitlegum launum stjórnendur okkar.  Þetta gildir líka um forstjóra ríkisstofnana!

Annað er í raun verra.  Við verðum að spara.  Og hvar er sparað?  Jú, framlag til alþjóðahjálpar fátæku fólki er lækkað.  Erum hálfdrættingar á við aðrar norrænar þjóðir! Við lækkun framlög vegna forvarnarvinnu og meðferðaraðstoðar! Þessar aðgerðir eru svimandi ótrúlegar! Á  mörgum stöðum liggur peningur í ríkiskassanum sem færa má til og nota til hjálpar fólki í neyð.  Ég krefst þessa!  Bara laun ofangreindra stjórnenda mundu duga langt!

Ég held að íslendingar séu sjálfhverfasta þjóð sem til er.  Efrimörk okkar vegna neysluþarfa eru ótrúlega há og neðri mörk til aðstoðar ótrúlega lág.

Auðvitað sjáum við um okkar fólk! En einhver takmörk feru fyrir þessa tilbúnu þörf ríkisjóðs út um allar trissur gengur ekki lengur.  Er skrítið að eftir situr ráðafólk rúið trausti? Er krafan um nýtt fólk óréttlát og persónuleg?  Nei traustið er farið og þetta snýst um ábyrgð embætta ekki persóna. Og þetta snýst um hugsjónir, um mannkærleika,  um réttláta skiptingu sameiginlegra fjármuna.

Ég er alveg komin með allt upp í kok - þoli illa meiri fréttaflutning ef engin breyting verður á málunum.  Gott fólk kyngjum ekki ástandið vegna biðlundarþolinmæðis ráðamanna eftir því! Bið þeirra eftir gleymsku okkar.


mbl.is Útgjöld heimila hækkuðu um 11%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband