Hrósa má þegar vandað er til verks og vanda um er skortir þar á.

Það er lenska hér að segja að allt sé að fara fjandans til.  Að kenna ríkisstjórninni um allt sem aflaga fer og sérstaklega um það sem ekki er gert.

Ég held í sannleika sagt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sé allt nema öfundsverð.  Hver hefði verið tilbúinn til að stinga höfði sínu inn í þetta geitungarbú sem samfélagið var haustið 2008? 

Upplifi eins og að núverandi stjórn hafi gert allt sitt besta og hugurinn á bakvið allar gjörðir heiðalegur og ærlegur.  Það var og er bara það sem gert hefur verið.  Allir hafa verið að gera sitt besta en gamlar hugmyndir haldið okkur föstum í hjólförum fortíðarinnar. Enn er þó hægt að breyta um stefnu ef tekið er af skarið núna og tekið úr sjálfskiptingunni og farið í gömlu góðu beinskiptu aðferðinni. Hver aðgerð skoðuð frá byrjun til enda og ekkert gefið eftir til að markmiðin náist.  

Unnið verið hefur verið að mestu eftir gömlum hugmyndum um lausnir af stjórnendnum sem voru af gamla skólanum og alið upp á gamla Íslandi!  Þar af leiðandi hefur útkoman verið heldur döpur og ekki alveg í átt að opnari umræðu, meira lýðræði, meira jafnræði og skortur á samtali/samræðum við fólk algjört og er það kanski alvarlegustu mistökin.

Þetta samtal valdhafa við fólkið hefur verið í messi, algjöru messi! Stjórnendum sárvantar fjölmiðlafulltrúa sem getur kennt þeim að koma fram og tala við okkur. Það er sko ekki auðvelt að tala við þjóð sem er einstaklingshyggjusamfélag og oft ansi geðstirt, fast í sínu og vill fá sitt fram.   Hver í sínu horni að halda utan um sitt og hagsmunaaðilar sjávar, landbúnaðar og fjármagns eru þar ansi framarlega í flokki.

Hef áður sagt það en hér skal það endurtekið. Taka verður fjárlagafrumvarpið upp og raða flestu þar í nýja forgangsröð.  Grunnurinn er hamingjusamt og heilbrigt fólk. Taka upp heilbrigðismál, húsnæðismál og skoða grunnlaun sem atvinnulausir, aldraðir og öryrkjar eru að fá. Fjármagn er til en það er alltaf spurning um forgangsröðun og þessi eilífðarvandi sem heitir kjörtímabil.

Í lýðræðisríkjum hefur of mikið farið í vaskinn vegna þess að ekki er hægt að taka langtímaákvarðanir.  Allt er miðað við að það skili árangri innan fjögurra ára og endurkjör sé tryggt.  Þannig er það bara  hvort sem okkur líkar vel við eða ekki.  Hugsað er í kjörtímabilum og þar af leiðandi eru allar ákvarðanir þings teknar til skamms tíma og eru svona "strax samþykktir"  Upplifi stundum eigingirni sem grunntilfinningu sem fær að blómstra of frjálslega og of víða.

Matarverð, húsnæðisendurgreiðslur, uppbygging leiguhúsnæðis, heilbrigðismál, forvarnarstarfsemi þetta á að vera í forgangi.  Ætluðum við ekki að læra af finnum?  Eða ætlum við að hugsa í kjörtímabílum?

Svo verður að setjast í kringum þessi nýju markmið og skoða hvernig þessu verður sem best við komið fjármálalega séð.  Hvað þarf að gera í nýrri stefnu í dreifingu tekna þjóðarinnar og öðru til að koma  grunnjafnrétti í framkvæmd á Íslandi.  Eins og staðan er í dag er bullandi ójafnvægi í sjálfsögðum mannréttindum og minna lýðræði en við viljum sjá og heyra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband