Mannleg, opin, bjartsýn, skiljanleg og af kærleika bein samskipti.

Enn og aftur upplifi ég sterkt að það séu engin samskipti milli stjórnvalda og almennings, kjósenda.  Upplýsingarnar koma af og til í tilkynningarformi og samræða er engin. Þessi list að tala saman virðist alveg vera horfin og einhverjum tröllum gefin.

Djörfung í athöfnum, nýja leiðir fyrir fólk að fara eftir.  Hvar eru þessar nýju leiðir? Enn og alltaf talað um stóriðju sem lausn allra mála og "alvörufólk" talar af alvöru um kartöflurækt kínverja í Eyjafirði ef við opnum landið aðeins. Notum afl okkar til þess að fara nýjar leiðir.  Nýtum orkuna í umhverfisvæna hreina framleiðslu.  Flóttamannapólíkin er svo jafn óskiljanleg og flest annað nú um stundir. Viljum við vera svona lokað land?  Gerum okkur öðruvísi og seljum hreinleika, ytri og jafnvel innri og fækkun bensínfrekum bílum fyrir raf-tengdum við erum langt á eftir öðrum löndum í þessum málum. En gætum verið fremst eða framar hægt ef við bara tökum fyrstu skrefum með trúverðugum hætti í átt að minni mengandi loft- og jarðvegsframleiðslu.  Fann ítrekað fyrir mengun sl. sumar þegar ég fór út og neyddist of oft að vera kyrr heima vegna þessa. Hvar er okkar ábyrgð vegna þessa?

Hef áður rætt um dapurlega og þunglyndisvaldandi skrif blaðanna. Hvarvetna skrifað um það sem miður fer og flest allt úthrópað sem afturför og heimskupör. Eins og viljandi sé verið að halda fólki niðri í depurðunni og vonleysinu svo ekki verði aftur bylting.  Enn staðreyndin er að þessi aðferð hefur öfug aðferð rekur fólk til aðgerða vegna aðgerðarleysis og augljósu vonleysi yfirvalda.

Hvar er samræðan, bjartsýnin, vonin og viljin og hugrekkið til að breyta.  Grundvallarstefnubreyting er nauðsynleg hvert sem horft er.  Hef oft minnst á að grunnþarfir verða að vera uppfylltar. Öruggt húsnæði, matur og hreint loft.  Þegar þessum þörfum er fullnægt er hægt að ræða um andans mál, félagsleg tengsl og mannlegu samskiptin. En við komumst barasta upp úr fyrstu djúpu hjólförunum með djörfum aðgerðum sem skila breytingum sem skipta mála ekki tímabundið heldur til langstíma.  Er grunnvandi okkar endalaus meðvirkni?  Þorum við engu vegna þess að hugsanlega gætum við sært, mogðað eða reitt einhvern til reiði með gjörðum okkar.  Þá er nú betra að halda friðin og dvelja í óbreyttu ástandi og þola þessa litlu þjáningartilfinninguna aðeins lengur. En ef engu er breytt breytist ekkert!

Ég er bjartsýnn að eðlisfari. Hef orðið andsnúinn flokkapólítík á sl. árum upplifi pólítíkina óumbreytanlega eins og hún er í dag.  Sjálfsagt þarf nýtt fólk til að fara nýjar leiðir.  Fjarlægast undirlægjuhætti við fjármagnseigendur og standa í báða fætur og fara oft í hina leiðina en gamla forritið okkar segir til um.  Forgangsröðununin er á hvolfi eins og er og nauðsynlegt að fara aftur í grunninn og þora að byrja á honum þegar byggja á framtíðina.

Margt gott hefur áunnist fljótt og vel!  En of mikið á kostnað almennings og vegna skorts á samræðutali er mikil vantrú í gangi milli aðila. Forgangsröðum af hugrekki með okkur í fyrsta sæti og breytum þessari neikvæðu orku í jákvætt afl fyrir eigin framtíð.

Eins og sagt er í einni frétt dagsins " Dráttartaugin slitnaði" Okkar er löngu slitin og spurning hvernig við tengjum á milli aftur.  Eitt er þó ljóst það gerist ekki með óbreyttu samskipta- og sæmræðuleysi.

Kærleikurinn er sterkasta aflið. Sameinumst í kærleika og stefnum í sömu áttina fyrir okkur og landið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir góða saman tekt, já dráttartaugin er löngu slitin, en verðum að vera bjartsýn á að viðgerðin taki ekki mjög mörg ár.

Þar sem ég er að koma hér inn í fyrsta skipti þá ætla ég í leiðinni að senda Lausninni og öllum þeim sem þar vinna, kærleik og frið.

Njóttu dagsins

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.11.2011 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband