Skálholt = trú, von og kærleikur!

Mér brá þegar ég sá þessa frétt. Hef í gegnum árin fengið að kynnast Skálholti og fundið staðinn einstaklega kærleiksfullann og nálægt almættinu.

Vona að námskeið og kyrrðardagar ásamt öðrum slíkum atburðum fái rými í Skálholti. Allir tónleikar og fyrirlestrar já allt þetta mannlega tengt fólki, samskiptum og að vera í kærleika og friði á stað eins og þessum er ómetanlegt.

Þau sem eiga að ákveða framtíð staðarins verða að hafa í huga að þetta er ekki einkamál kirkjunnar heldur mál allra íslendinga hvað verður um staðinn.  Ef til vill eiga fleiri aðilar eins og ríkið að koma að rekstri á stöðum eins og Skálholti og Hólum til að viðhalda virðingu okkar fyrir þeim.

Ábyrgðin er mikil við að ákveða framtíð staðarins en í kærleika og trú er það vissa mín að framtíðin er björt fyrir Skálholt.


mbl.is Öllum sagt upp hjá Skálholtsskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Já hálffúlt.Svo er þetta ekki hálaunastörf sem er verið að spara.

Mætti skera töluverða fitu í allt of stóru stjórnkerfi ÍSLANDS

Stjórnkerfið er í xxxl og allt of stórt fyrir rúmlega 300.000 manna þjóð.

Hörður Halldórsson, 5.11.2011 kl. 19:01

2 identicon

Ég er þér hjartanlega sammála!

Ásdís Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 04:02

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Mér finnst þetta afar ábyrg ákvörðun og virðist vel ígrunduð. Held að ráðmenn kirkjunnar spari sér ekki til skaða . Það má svo skera líka niður í stjórnkerfi ríkisins og t.d. segja upp kirkjunni þannig að hún sjái um sig sjálf að mestu leyti eins og aðrir söfnuðir þurfa að gera.

Það er bara ekki hægt að æja og óa í hvert sinn sem menn taka óþægilega ákvörðun.

Annars er ég sammála því að staðurinn er friðsæll og fagur og þar er gott að ná sambandi við sinn innsta kjarna . Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.11.2011 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband