Óþroskaðar leiðir til lausnar gera það brýnt að flengja hressilega báða aðila!

"Við erum vægast sagt mjög óhressir" segir formaður Fíf og er móðgaður.  En að mis-nota aðstöðu sína til að knýja fram hluti er sem sagt þroskuð samningaaðferð?  Fengum loforð um alvöru samningamenn!  En svona framgangsmóti er yfirleitt aðeins möguleg leið þeirra sem geta stöðvað allt og alla með aðgerðum. Fárra í lykilstöðu í samfélaginu. Um leið þeirra sem eru með meir en meðallaun eða meira.

Er ekki kominn tími á nýjar leiðir við samningagerð?  Það er alltaf vitað um lengd samninga en lítið gert fyrr en komið er að ögurstundu og hægt að hóta með aðgerðum.  Afhverju er ekkert gert?  Það þarf auðvitað tvo til að ná samningum. 

Algengast virðist vera að með rörasýn horfa á allt sem aðilar eru ekki sammála um! En það er of oft stærsti og mikilvægasti hluti samninganna.  Heitir ekki þáttur "24" en það er alltof oft móttó samningsaðila.  Njótum þess að vaka og gerum svo í svefngalsanum samninginn sem við gátum gert í upphafi. Þessi "24" spennuþáttaraðferð er löngu úrrelt!

Það er til fólk sem kann og ættu að vera til þekktar aðferðir sem gera þetta sífellda hryðjuverkabrölt óþarft.

"Loftur Jóhannsson, formaður samninganefndar flugumferðarstjóra, lýsti í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld miklum vonbrigðum með ríkisstjórnina, sem hann sagðist hafa bundið miklar vonir við sem stjórn hinna vinnandi stétta. Sagði hann ríkisstjórnina hafa látið undan hvatningu stjórnarandstöðuþingmanns um að fremja mannréttindabrot og vísaði þá til þess, að Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lýsti þeirri skoðun í samtali við mbl.is í gærkvöldi, að setja ætti lög á deiluna."

Stór orð um mannréttindabrot hjá ríkisstjórn hinna vinnandi stétta segir Loftur.  En hinir vinnandi stéttir eru á fleiri stöðum en hjá fámennum hópum í lykilstöðum til hryðjuverku.  Ábyrgð þeirra sem stjórna stendur á breiðari grunn en áðurnefndum hagsmunagrunni.

En ábyrgð beggja aðila er jöfn! Ábyrgð til að semja er hjá báðum á meðan samningar eru í gildi og klára málið með góðum fyrirvara.

Stór orð og hótanir eru aðferðir sem er hvorugum aðila til sóma.  Lýsir frekar stöðnun við að finna leiðir og uppgjöf þess sem hefur enga lausn.  Þegar vandamálið er stærra en að finna lausnina er alltaf niðurstaðan eins og hún varð hjá þessum aðilum sem gátu ekki samið án aðgerða þess sem er úrræðalaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband