Vænhæfni vanhæfra meðvirkla sem lifa í eigin veröld.

Enn heldur hrunadansinn áfram.  Skýrsla Rannsóknarnefndar gladdi mig mikið.  Skýr, bein og beyglulaus talar hún til mín á venjulegu skiljanlegu máli.

Hélt eitt lítið ör smátt augnablik að eitthvað hefði breyst en svo var rýnt í skýrsluna.  Og auðvitað er fólk eins og það var hvað ætti að gerast á meðan þögn ríkti og allir biðu?  Svör seðlabankastjóra eru bara eðlilegt framhald af fyrri yfirlýsingum hans.  Þó er magnað að aðeins tveir af þremur nefndarmönnum reynast vanhæfir.  Vænisýki er þegar einstaklingur heldur að allt snúist aðeins um sig og sína persónu.  Ranghugmyndir, kvíði og ótti er einkennandi fyrir vænisjúka einstaklinga sem leyna þessu oft með hroka og yfirlæti. 

Mér virðist sem ekki aðeins seðlabankastjóri sé haldinn þessum einkennum heldur allur sjálfstæðisflokkurinn.  Fyrrverandi formaður Geir Haarde hljómar eins og fyrir rúmu ári síðan og eins og hann og flokkurinn hafi bara verið í löngu fríi árin fyrir hrun!  

Morgunblaðið einblínir að sjálfsögðu á ábyrgð bankanna.  En gleymir að nær öllu leyti hverjir undirbjuggu jarðveginn og hverjir áttu að hafa eftirlit með bönkunum.  Gleymir hvernig hugsaða dreifða eignarhaldið á bönkunum fór í einn kjölfestueigenda og þaðan í bara einn eiganda.  Og það undir þeirra umsjá sem þá voru við völd á Alþingi og sátu í ríkisstjórn.

Að engin af nær 150 viðmælendum Rannsóknarnefndarinnar viðurkenndu ábyrgð kemur ekki á óvart. Það voru þau sem ekki var talað við sem báru ábyrgðina eða hvað?

Neikvæð stjórnun er þegar við gefum okkur leyfi til að ráða og ákveða líf og raunveruleika annarra til að viðhalda eigin vellíðan og sjálfstraust.  

Að forðast raunveruleikann með því neikvæðri stjórnun og fá útrás fyrir lélegu sjálfstrausti í valdafíkn, eyðslu, áhættuhegðun eru leiðir til að sjá ekki raunveruleikann og forðast ábyrgð.

Allt er þetta sterk vísbending um meðvirkni á háu stígi. Meðvirkur einstaklingur hefur lært ákveðið hegðunarmynstur og aðlagað sig að þeim aðstæðum sem hann býr við.  Með því t.d. að taka ekki ábyrgð á ástandinu og koma sér út úr sjúklegum aðstæðum heldur aðlagar hann sig að þeim.   Meðvirknin er í raun leið til að skilgreina sig í gegnum aðra.

Er þetta lýsing á ríkistjórnir síðustu áratuga?  Er þetta lýsing á hegðun stjórnenda bankanna? Er þetta lýsing á hegðun okkar sem þjóð?

Meðvirkni er sjúkleiki sem tærir upp sál okkar. Hann hefur áhrif á allt okkar líf, fjölskyldur okkar, börn, vini, skyldmenni; fyrirtæki okkar og frama; heilsu og andlegan þroska.  Hann er hamlandi og ómeðhöndlaður hefur hann eyðileggjandi áhrif á okkur sjálf og aðra enn frekar.

Er þetta lýsing á stöðu okkar í dag? Og ef svo er hvernig leitum við lausna og finnum leiðir út úr þessu ástandi?  Hvernig finnum við leiðir til að fara frá þessari lærðu hegðun og sameinast um nýjar farsælar leiðir?  Eitt er ljóst við gerum það ekki án þess að taka ábyrgð á fortíð okkar og hegðun i dag.  Lærum af fortiðinni og leggjum hana til hliðar og sameinumst um nýja leið að ferskri hamingju.

 


mbl.is Davíð sagði nefndarmenn vanhæfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband