Í auðmýkt fyrir auðvaldið!?

Einhver sérkennileg auðmýkt birtist í tillögum ASÍ varðandi greiðsluvanda heimilanna , skrítið að kalla þetta vanda sem er algjört þrot!  Og ekkert tekið á lögsemi gengistryggða lána sem virðast lögbrot ef lögin eru lesin.

Engin frumleg og djörf hugmynd kemur hér fram til lausnar heldur hangið nær algjörlega í aðferðum frá liðinni tíð!

Tillögurnar eru svo kerfislegar í anda þess sem kerfið er að leggja til.  Hugmyndum annarra um leiðréttingar á vísitöluhækkun aftur til jan. 2008 og annað eru hvergi að sjá.  Heildarafgreiðsla á lánabúnka landsmanna verður að vera vegna umfangsins og sérátak í framhald hennar. Framlenging greiðsluaðlögun er engin framtíðarlausn heldur aðeins lausn á greiðsluvanda augnabliksins.  Óendanlegur lánstími er ekki raunveruleg lausn heldur lausn þeirra sem eru ráðþrota og hafa gefist upp.

Auk þess er greiðsluaðlögunin ótrúlega seinvirkt og flókið fyrirbæri og eftir að hafa unnið við félagsleg húsnæðismál í tæp 20 ár finnst mér þetta ekki verið neitt nema kerfisleg lausn fyrir kerfið að vinna við.

Það skortir algjörlega að hægt sé að taka snöggar bráðaákvarðanir og  þaðan vinna að heildarlausn mála eftir einfaldari leið en þessari greiðsluaðlögun.  

Allar hækkanir sl. árs á lánum eru áfram á lánunum og verið að tryggja rétt fjármagnseigenda gegn fjölskyldum landsins.

Nefni aftur að mér sýnist ný "búsárhaldarbylting" eina leið fólks til að ná eðlilegum breytingum fram fyrir sig og sína.


mbl.is Mæta vanda 10.000 fjölskyldna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Nákvæmlega Percy. Así er meira í mum að passa upp á ömurlegt peningakerfi vegna sjóðasukksins heldur en að leiðrétta glæpsamlegt umhverfið sem umbjóðendur þeirra búa við. Skömm þeirra er mikil.

Margrét Sigurðardóttir, 24.9.2009 kl. 08:45

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hér á landi er vel hugsað um þá sem eiga peninga.  Neyðarlögin svokölluðu voru t.d. sett til verndar fjármagnseigendum, þótt þeir sömu hafi sett Ísland nærri því á hausinn.  Skuldarar eiga aftur á móti enga aðstoð fá, bara greiða sínar skuldir á okurvöxtum.

Jakob Falur Kristinsson, 24.9.2009 kl. 11:14

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ef til vill er ekki rétt að leggja upp með byltingu, en ég tel alveg bráðnauðsynlegt að benda stjórnvöldum á að þjóðin getur ekki tekið þátt í svona gríni.  Annaðhvort verður tekið á málum og þá af alvöru eða almenningur hlýtur að rísa upp og krefjast réttar síns.

Kjartan Sigurgeirsson, 24.9.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband