Erum við oftast í eigin nafla?

Íran er á barmi uppreisnar en við teljum slíkt ekkert voða fréttnæmt! Dag eftir dag og kvöld eftir kvöld þegja fréttamiðlar um Íran.  Jafnvel ekki orð en tönglast á hvað við íslendingar eigum bágt og ástandið sé alvarlegt og að allir séu að ljúga að okkur!  Auðvitað er ástandið erfitt hér en að eins og fjölmiðlar flestir draga í sífelldu fram neikvæða þætti.  Efast er um sannleiksgildi alls sem sagt er, túlkað og þá í neikvæðri átt, viðtöl tekin  við fólk sem að þekkir ekkert til í hasartilgangi og allt í véfréttastíl og að lokum er sagt við erum að sigla fjandans til. Til hvers að gera eitthvað fyrir manneskjuna sem manneskju?

Enn vantar eitthvað á að ríkisstjórnin miðli rétt, sannfærandi af auðmýkt til fólksins en það lagast vonandi og á meðan gerum við áfram kröfur um réttar upplýsingar.

Erum því miður of mikið í gáfumannatali eða þangað til fer fyrir okkur eins og ýtumanninnum sem rústaði húsi sínu í örvæntingu sinni!!

Þjóðin er í áfalli en fjölmiðlar vilja að við dveljum kyrr í eigin nafnla og keyrum okkur í þunglyndi með sífelldum fréttum af erfiðleikum og vonleysi.  Og í öllu afneitum við svo að þetta hafi áhrif á sálartetrið og berum okkur hátt og lokum á allar raunverulegar fjárveitingar til meðferðarmála.

Íran er verðugt verkefni fyrir okkur til að losna úr viðjum eigin nafla.  Að taka þátt í lífi annarra og finna allar þær tilfinningar sem það gefur. Það er gott að finna samúð með annarri þjóð sem býr við kúgun og fátækt.

Eigingírni og sjálfselska er ekki vænleg leið til betri líðan.  Það furðulega er að flest okkar upplifa sig sem mjög óeigingjarnan og einarðlega hugsandi um velferð annarra!  En það er líka eðlilegt þegar við þorum ekki að hlusta og gefum öllum ráð að þeim óspurðum.  Flest er þetta ábending um lélegt sjálfsmat.  Við búum til okkar eigin íslenska heim þar sem engin ber ábyrgð og þagað er um tilfinningalegt ástand sitt.  

Íran er góð leið til að auka vellíðan sína með ferðalag frá eigin sjálfi og til lands samúðar og skilnings.  Við höfum þor og getu til að hafa skoðun á þessum gjörningum yfirvalda klerkavaldsins.  Höfum skoðun og látum hana í ljós hver þjóð á rétt á sjálfstæði sínu, málfrelsi, athafnafrelsi og trúarfrelsi leyfum okkur slíkt líka.

Stöndum með þeim sem minna mega sína hvar sem þau eru stödd í heiminum og hvert sem málefnið er! Frelsið er okkur mikilvægt hjálpum öðrum til þess að öðlast það.

 


mbl.is Dagur sorgar í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband