Ólgandi verðbólga!

Verðbólgan er á niðurleið enda gott að leggja kalt á bólgur.  En öll lán hækka og húsnæði lækkar áfram eitthvað lengur. Eignin er minni og minni þannig að það að eiga er blekking eða er vísitalan blekkingin?

Hverjir eru alltaf að leika sér með þessa hluti? Leika sér með líf okkar!  Þessar verðspár og launalækkanir ásamt miklu atvinnuleysi kallar á óvenjulegar aðgerðir.

Hvort þær eru þær erfiðustu í okkar lífi skiptir minna en það að framkvæma og standa saman að framkvæmdinni til loka hennar. 

Við erum enn að koma fram sem hagsmunagæslufólk hér og þar. Útgerðarmenn, álfólk, steypueigundur og þeir sem enn eiga pening.  Allir að hrópa úlfur úlfur.  Fyrning eða ekki, setjið fram raunhæfar skýringar og við skoðum þetta saman. Ál? æi nei! Steypa önnur en talaða skiptir okkur líka máli. Að halda í vitlegu jarðtengdu  sambandi við húsnæðið okkar. Ekki líta á það sem það eina sem skiptir máli heldur að fá öruggt húsnæði á góðum kjörum. Það er það sem ríkisstjórnin á að útvega með framkvæmdaáætlun sinni. 

Mér finnst pesónulega liggja fyrir hvernig eigi að spara! Hvar eigi að leggja áherslu á að halda fjármagni inni og hvar ekki! Allt snýst þetta um fólk og að styðja grunnþarfir okkar! Mat, húsnæði og atvinnu þetta ásamt forvarnarmál á öllum sviðum er það brýnasta.  Þetta er markmiðið og leiðin gæti verið ljós ef við stígum þessi skref saman af hugrekki.  Skattamálin þarfnast meira jafnvægi það er það sem við höfum í hendi sem telur ekki það sem stendur brúttó á launaseðlinum.  Félagsleg réttlætiskennd er góð og falleg förum þá leiðina að markmiði okkar.

Við hjá www.lausnin.is lítum á okkar vinnu sem framlag til betra samfélags.

Jæja nóg um þetta sólin skín og fallegur dagur sem best er að njóta gott fólk!


mbl.is Verðbólgan mælist 11,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög eðlilegt að húsnæðislánin okkar hækki vegna þess að bílaumboðin hækki verðskrá á bílum sem eru ekkert að seljast hvort sem er. 

Frábært kerfi sem við erum með....  Fylkjum okkur til varnar Íslensku krónunni..

Spadagosinn (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband