Ný frétt um gömul sannindi!

Hvernig er hægt að birta svona frétt eins og um ný sannindi væri að ræða?  Þetta hefur verið vitað frá upphafi má eiginlega segja.  Auðvitað hafa félagslegir þættir áhrif á heilsufar fólks! Hvað er að ykkur? 

Umhyggja frá fæðingu, matur, vatn, heilbrigðisþjónusta, húsnæði og menntun er hluti þessara þátta.  En Alþjóðasamfélagið gerir lítið sem ekkert til að breyta þessu.  Segja má að flest sé yfirborðsklór til að létta samviskuna.  Mest allt fjármagnið fer í hernaðarbrölt sem við svo erum að taka þátt í. 

Íslendingar hafa líka verið vel á eftir í stuðning við þróunarlönd þótt eithvað sé reynt að breyta því.  Nei í þessu sem svo mörgu sem snýr að því að gefa af sínu þá gengur illa að framkvæma. 

Félagsleg mismunun á Íslandi er líka til staðar en smátt talað um það.  Hún er t.d. það að þetta er fámennt land vina og samherja sem sjá vel um sína.  Of oft á kostnað almennings og réttlætis.

En hættum að birta svona fréttir eins og um ný sannindi væri að ræða.

 


mbl.is Félagslegir þættir hafa áhrif á heilsufar fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband