Ekkert alls ekkert er að gerast í lækkun húsnæðiskostnaðar.

Hitti mann á götunni sem sagði; það þarf nýja 68- kynslóð  já byltingu, mótmæli og ferskar hugmyndir.  Er alveg sammála þessu það er ekkert að gerast.  Gamlar vel saltaðar hugmyndir og freðnar pólítískar klysjur fá á sig blæ fáránleikans þegar ungu frambjóðendurnir nota þær.  Allt virðist mótað í ál og óhreyfanlegt! Alþingi fær meir og meir á sig blæ afgreiðslustofnunar fyrir framkvæmdavaldið þ.e. ráðherra ríkisstjórnarinnar. 

Eins og ég hef sagt, það er ekki lengur hægt að setja plástur á gömul sár.  Það er ekki hægt endalaust að redda málum til fjögurra ára. Alþingi er ekki bráðamóttaka fyrir eldri lög sem þarf aðeins að snyrta fyrir yfirstandandi kjörtímabil.

Er ekki kominn tími til að breyta, stokka upp lög t.d. sem varða félagslega þætti og jöfnun lífsgæða hér á Íslandi?  Held því fram enn einu sinni að húsnæðismál eru í verri stöðu en áður.  Tökum vaxtabætur, húsaleigubætur og breytum í húsnæðisgreiðslur sem miða að jöfnun húsnæðiskostnaðar.  Stýrum húsnæðiskostnað fólks  þannig að hann verði ekki hærri en 25/30% af launum.  Miðað við eðlilega stærð, byggingar og/eða kaupverð íbúðar og samspil hennar við fjöskyldustærð.  Hættum þessu válega leik upp og niður með lánshlutfall, okurvexti  og tilviljunarkenndar vaxta- og húsaleigubætur. 

Afnemum eignaskatt og höfum fasteignaskatt í lágmarki af einni íbúðareign sem er til eigin afnota. Opinbergjöld af íbúðarhúsnæði sem er til atvinnuútleigu verður að endurskoða. Stimpilgjöldin verða auðvitað að hverfa.

Snúum krafta okkar að fólkinu, miðum húsnæðis(endur)greiðslur við tekjur og fjölskyldu þeirra sem nota húsnæðið og hvað eðlilegt sé (t.d. 25/30% af launum) að greitt sé fyrir öruggt húsaskjól.  

Það er sko allt önnur hlíð á málinu hvernig kaup eða bygging er fjármögnuð á íbúðarhúsnæði.  Það snýr að lánveitendum og kjör lánastofnana er bara lánveiting og bísness og hefur ekkert með félagsleg réttindi fólks að gera.  Tenging vísitölu við lán íbúðarhúsnæðis er óréttlát og félagslega vanhugsuð aðgerð. Enda samsetning hennar umdeilanleg svo ekki sé meira sagt.

Sem sagt aftengjum sambandið milli lánskjara til byggingar eða kaupa á íbúð  og kostnað leigjanda eða eiganda íbúðarinnar af henni.  Lækkum byggingarkostnað með endurskoðun á vörugjöldum og skattlagningu almennt.  Mér finnst öruggt húsnæði vera mannréttindi eins og ódýr matur og frítt heilbrigiskerfi. 

Ef 25/30% af tekjum fjöskyldu nægja til að greiða húsnæðiskosnað miðað við endurgreiddar húsnæðisgreiðslur þá er það samþykkt og viðkomandi fær í íbúðina ef ekki er hægt að verða við beiðninni verður sértæk aðstoð að vera til reiðu.  

Auðvitað verður hámarkstenging húsnæðisgreiðslna að vera til staðar.  Tekjutengd hámarks endurgreiðsla er sjálfsögð og eðlileg.

Félagslegar skyldur sveitarfélags er sjálfsögðu stór og sértæk félagsleg húsnæðisaðstoð sveitarfélags verður að vera eðlileg og fljót afgreidd.  

Ef allar aðgerðir miða að öruggi húsnæðis og eðlilegri greiðslubyrði sparast stórar fjárhæðir í samfélaginu.  Vanskilum fækkar af lánum, af húsaleigu, gjaldþrotum fækkar og vanskilakostnaður og uppboðskostnaður að ekki tala um lögfræðikostnaðinn verður hverfandi.  Allt þetta vegur vel upp í kostnað vegna breytinga.  Og svo er alltaf spurning um eðlilega stýringu skattpeninga okkar.

Þetta verður að vera gott í bili verð að hugleiða málið sjálfur :)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband