Vá framundan ef ekki er breytt um stefnu!!

Ísland kemur almennt vel út? Hvað þýðir það eiginlega? Ljóst er að skuldasöfnun og ábyrgðarleysi fyrri ríkistjórna sem hafa ýtt vandanum á undan sér á eftir að koma okkur í mikinn vanda talsvert fyrr en seinna.

Um alla evrópu hafa leiðtogar síðustu áratuga ýtt vanda þjóða sinna á undan sér. Þetta á ekki síst við um Ísland og þá stefnu sem ríkt hefur hér eftir síðustu heimstyrjöld.   Vandinn hefur verið falinn með skuldasöfnun og lánareddingum til ríkis og almennings.

Með núverandi stefnu í atvinnumálum, uppbyggingu atvinnulífsins, atvinnuleysismálum,  heilbrigðismálum, félagslegum málum og andlegri heilsu þjóðarinnar er stefnt beint til heljar.

Niðurskurður í heilbrigðismálum stefnir starfsfólki stofnana og hugsanlegum/væntanlegum sjúklingum hægt en örugglega í hættu heilsufarslega. Þetta á svo eftir að koma fram fljótlega á næstu missirum.

Bætur, atvinnuleysis eða framfærsla sveitarfélaga ná ekki lágmarks kröfur um framfærslu einstaklinga eða fjölskyldna.  Þetta á eftir að koma fram á næstu árum sem félagslegur vandi sem erfitt verður að taka á þegar skaðinn er skeður.

Skipting fjármagns í fjárlögum er óréttlátur.  Fjármagnseigendum, bönkum og öðrum aðilum sem fyrir eiga fjármagn og hagsmuna að gæta eru í forgangi hvert sem litið er. 

Það að halda almenningi í svelti mun ekki ganga mjög lengi til viðbótar.  Þessi misskipting fjármagns og hvernig heilbrigðiskerfi og almenningi er haldið niðri er það hættulegasta sem er í gangi.  Uppbygging atvinnulífisins er í molum og hvernig haldið er utan um atvinnulausa og fjölskyldur þeirra eins og sagði með furðu. 

Skólar eru í fjársvelti og bekkir stækkaðir og kennsla þarf af leiðandi ómarkviss og skilar agalausum og þekkingarlausari nemendum.  Enn er meiri áhersla lögð á bóklegt nám og verklegt nám sem af augljósum ástæðum er eitthvað dýrara haldið í lágmarki.  Þetta getur ekki talist eðlilegt ef skipta á um stefnu í atvinnumálum og stefna á nýjar atvinnugreinar og nota hugmyndaauð þjóðarinnar til fulls.

 Húsnæðismál eru í lamasessi og ennþá áhersla lögð á eignarstefnu sem alsherjarlausn vandans á meðan íbúðirnar fara á uppboð hver á fætur annarri.  Hvað ætli kosti að fara með íbúð í uppboð og fólk í gjaldþrot?  Hvernig ætli það fari með fólk andlega og félagslega?

Skiptum um stefnu og leggjum áherslu á að uppfylla grunnþarfir fólks.  Forðum okkar frá því að allir falli í brunninn áður en lokið er sett ofan á.

Það verður að leggja áhersluna á almenning.  Fólkið sem lægst hefur launin eru atvinnulausir eða á leið í uppboð og gjaldþrot annars fer þetta hægt og rólega til fjandans.

Það er ótrúleg fjarstæða að halda að hægt sé að halda fólk undir fátæktramörkum mikið lengur án þess að fljótlega verði önnur byltingi.  Mun harðari en sú sem kennd er við eldhúsáhöld, potta og sleifar.

 


mbl.is Jöfnuður mestur á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Takk fyrir góðan pistil Percy. Það verður sko örugglega eitthvað vá ef þessari stefnu er haldið.

Margrét Sigurðardóttir, 28.10.2011 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband