Er kostnaðurinn færður á hliðarreikning til þess að sýna "hagnað" í heilbrigðiskerfinu?

Spitalinn rekinn með 19 milljóna hagnaði - fátítt að hann sé rekinn réttu meginn við núllið!

Starfsemi spítalans hefur dregist saman á þessu ári. Rannsóknum á rannsóknarsviði hefur fækkað um 18,5%, komum á bráðamóttöku hefur fækkað um 3,6%, komur á göngudeildum eru óbreyttar milli ára, en fjöldi legudaga er 7,4% færri en í fyrra. Stöðugildum við spítalann hefur fækkað um 7,1%.

Hvar hefur verið rannsakað hvað þessi samdráttur, hefur haft mikil áhrif andlega, líkamlega og félagslega á heilsu fólks.  Hvernig er ástandið almennt á landanum hvernig kemur fjárhagslegt ástand og atvinnuleysi áhrif á fjölskyldur í heild sinni og hvar er þessu fólki sinnt?  Því ekki hefur okkur liðið betur held ég sl. tvö ár ekki erum við allt í einu barasta meira í lagi! Eða hvað? Hvernig líður starfsfólki spítalans undir þessu mikla álagi sem fækkun stöðugilda hefur haft í för með sér.  Hvar fer athugun fram á líðan starfsfólks,  veikindi og mætingar athugaðar í framhaldi af þessum mikla "sparnaði" spítalans?  Hvernig er starfsandinn á Landspítala Háskólasjúkrahúsi?

Ég trúi því að kostnaður vegna sparnaðar upp á 19. milj. hafi kostað mun meir en það í földum og tilfærðum raunkostnaði.  Það er ekki svona einfalt að spara í heilbrigðiskerfinu gott fólk! 

Þegar er svo ekkert gert í forvörnum, fyrirbyggjandi starfsemi þá verður að búast við því að vandamálin séu aðeins sett í geymslu þau séu aðeins falin og munu birtast innan áratugar eða svo sem illleysanleg heilbrigðisvandamál þjóðarinnar.


mbl.is Hagnaður hjá Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef líka heyrt að tilvísun á klíník stofur læknanna hafi fjölgað? (s.s. ekki sinnt á spítalanum)

Hákon (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 23:55

2 identicon

Þetta er ekki hagnaður heldur rekstrarafgangur.  Ómældur kostnaður er af sparnaðaraðgerðunum sem leiddu til þessa afgangs. Sá kostnaður kemur fram hjá atvinnuleysistryggingasjóði, starfsmönnum sem misst hafa vinnuna, sjúklingum sem fá lakari þjónustu og borga meira. Kostnaður samfélagsins er ófyrirséður um langa framtíð.

XO (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband