Týnd í eiginn veruleika!

Að sjá aðeins gömlu, þekktu leiðirnar sem veittu og veita enn öryggiskennd og fara aldrei upp úr þeim hjólförum og leita nýrra leiða er leið til glötunar og einangrunar og stafar af lélegu sjálfstrausti. 

Að treysta engum, og þvinga sig til að vera áfram í aðstæðum sem eru vondar og þora ekki að fara ber vott um lélegt sjálfstraust. Eins og til dæmis á við um þing og stjórn!

Þessar aðgerðir í heilbrigðismálum bera þess merki að vera unninn við skrifborð af þeim er þekkja ekkert til alvöru lífsins og hafa enga raunverulega þekkingu eða reynslu til að bera ákvarðanir sínar uppi.

Sjálfsagt er að færa stærstu aðgerðirnar á td. tvo staði en alla grunnþjónustu og heilbrigðisþjónustu sem veitir fólki lágmarks öryggiskennd verður að fara varlega í að færa langt í burtu!!

Ágæta fólk sem eigið þessar hugmyndir.  Hugsanlega er þetta sparnaður á pappír á þessu augnabliki en alls, alls ekki ef litið er til lengri tíma.  Þá erum við öll að stórtapa með svona skyndilausnum. Að lifi í "núinu" er ekki alltaf rétt nema auðvitað þegar maður vill ákveðnar fyrir sig einfaldar aðgerðir og niðurstöður.

Andlegt, líkamlegt og félagslegt ástand þeirra er búa á þessum stöðum á eftir að verða vandi næstu kynslóðar en það er auðvitað ekki fjárlagamál dagsins í dag!

Heilsufar fullorðinni og barna er framtíðarvinna og forvarnarvinna allt þolinmæðisvinna ásamt viðeigandi aðstoð þegar einmitt þarf á henni að halda - ekki seinna!

Þetta er svo mikil pappírsaðgerð og ótrúlega skammsýn að eiginlega þarf ég á geðrænni bráðaþjónustu að halda og þá er eins gott að búa á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri.

En eins og bygging nýja stóra sjúkrahússins er lausn þeirra sem hugsa í beinum línum og í 360 gráðu beygjum þá er þetta svo mikil skammsýni um sparnað að það gerir mig veikann!


mbl.is „Fólk rekið úr landinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er ljóti leikurinn ef leik er hægt að kalla sem er verið að leika okkur Íslendinga...

Það er nefnilega engin augljós sparnaður í þessu, en aftur á móti þá passar þetta við reglugerð ESB þar sem að við Íslendingar erum ekki nema rúmlega 318,000 manns þá meigum við ekki og hafa svona stóra heilbrigðisþjónustu eins og verið hefur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.10.2010 kl. 08:36

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þig ekki annað en að verjast þessari landráðastjórn með kjafti og klóm! Lifi lýðræðið!

Sigurður Haraldsson, 8.10.2010 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband