Gamli hrokinn, gamla leiðin- ekki gott veganesti inn í kosningar!!!

Hugsaðu jákvætt, það leiðir til breytinga!  Fyrsta geðorðið, „Hugsaðu jákvætt, það er léttara", er undirstaða vellíðunar því án jákvæðra hugsana er engin vellíðan. Neikvæðar hugsanir koma oftast nær óboðnar. Þær skjóta upp kollinum án fyrirhafnar, en það þarf að hafa fyrir því að draga úr þeim. Ef hugur okkar er jákvæður þá er hann mun líklegri til að fara af stað og finna nýjar ferskar leiðir til að takast á við hlutina.Það er eðlilegt að það fyrsta sem birtist í huga okkar er vonleysi, vantrú, vanvirðing, vankunnátta og vangeta til að yfirhöfuð skilja og framkvæma. Það eru kosningar framundan og allt er í bullandi vantrú á alvöru breytingar. Sannleikurinn er alltaf bestur, sjötta geðorðið „Flæktu ekki líf þitt að óþörfu“, gildir um stjórnmál dagsins. Komum hreint og beint fram við hvort annað!  Það versta núna er tilfinningin að vita ekkert! Sannleikurinn datt á  milli skips og bryggja og ekkert net var til að grípa hann. Það kemur fyrir að menn hnjóta um sannleikann, en flestir eru fljótir á fætur aftur og hraða sér  áfram eins og ekkert hafi í skorist.  „Það þarf jafnmikla aðgát við að segja sannleikann og að dylja hann“. Baltasar Gracian. Frekar satt?   Já, margt hefur verið sagt um sannleikann en minna framkvæmt.  Hvernig á ég að velja fyrir kosningarnar þegar raunveruleg staða mín er í myrkri og þar af leiðandi réttar ákvarðanir um framtíðina einnig ósjáanlegar?

Ljóst er að við öll verðum að leggja mikið fram næstu árin. En það væri auðveldara ef við vissum: Hvað sérstakur saksóknari er að gera í rannsókn á furðulegum fjármálahreyfingum útrásarfólks síðustu ára, hvað auglýsingar flokkanna þýða, hvaða nýja sprota-atvinnusköpun er í farvatninu, hvaða raunverulega aðstoð vegna skulda einstaklinga og fjölskyldna??  Endalausar spurningar en fátt um svör! Gamaldags stjórnmál eru enn rekin t.d. endalaus álver sem (aumingja) lausn! Gamaldags þögn er um allt sem flokkarnir telja að ég kjósandi þoli ekki að heyra. Minnst kemur fram hjá XD í auglýsingum og þar liggur einnig mesta íhaldsemin og blómstrar. Auglýsingar XS og XV flokkanna oft skiljanlegar en takmarkaðar. 

Það sem vantar eru nýjar leiðir, ferskar hugmyndir, hugrekki til breytinga, hugrekki til að vinna út frá sannleikanum og treysta kjósendum. Að vilja vel er ekki nóg í dag! Framkvæmd verður að sjást og vilji til alvöru breytinga á samfélaginu.  Verðum að standa upp úr klíku- og fjórflokkavaldinu sem hefur ríkt, spillingar- og vinavæðingunni og óráðsíu síðustu ára sem hefur verið staðreynd og fá venjulegt heiðarlegt lýðræði.

Finnum ferskar leiðir við atvinnusköpun, ferskar hugmyndir um lausn krónuvandans, hvað er svona hættulegt við þriskiptingu valdsins og verum vakandi við þessa vinnu. M.a. er greiðslubyrði dagsins stórt mál! Leysum hana fyrst og finnum svo endanlegu leiðina að lausninni í rólegheitum. Endurskoðum matarverðið, lækkum rafmagnsverð til garðyrkjubænda, sköpum alvöru leiguréttaríbúðir við eigum í raun ekkert í íbúðunum í dag. Hvað er svona hættulegt við eina skiljanlega málefna kosningu um ESB?  Byrjum en algjört gangsæi verður að vera leiðarljósið!


mbl.is Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband