Stærðin skiptir máli!

Verið að auglýsa nýjar íbúðir miðsvæðis í Reykjavík. Ekkert nema gott um það að segja nema eitt. Enn og aftur erum við á fermetra fylleríi !!

Fyrir hverja er verið að byggja? Virðist mér sem aðeins eldra vel auðugt fólk geti keypt þarna og er þetta það sem býðst á fleiri stöðum miðsvæðis í borginni!  Hvað höfum við að gera við td. allt að 

84 m2 tveggja herb., 117 m2 þriggja herb., eða  130 m2 fjögurra herb. íbúðir? Hér er að ósekju hægt að bæta einu herb. við allstaðar og ekki um þröngbýli að ræða. 

70 m2, 90 m2, eða 105 m2 væri nær lagi og myndi lækka verð frá ca 7 mkr. til 10, 12 mkr. 

Hér er verið að viðhalda ástandi greiðsluerfiðleika, aldurskiptri búsetu, fjölskyldustærð verður einhæfari og spurning um nýtingu skóla í svona hverfum.   

Hættum þessari þörf fyrir ofurstærð í steinsteyptum táknum en eflaust stafar þetta af innbyggðri minnimáttarkennd þjóðarinnar.  Kennd sem leiddi okkur inn í hrun 2008 sem við ættum að læra af ekki gleyma og viðhalda vitleysunni.

Okkur skortir nýja stefnu í húsnæðismálum og engin virðist ætla taka af alvöru á húsnæðismálin í loforða flaumi flokkana.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Málið er einfalt Percy. Ég var í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í fjögur ár og er nýhættur.

Þarna er mikið afbragsfólk að störfum en ég varð ekki var við mikinn áhuga á að byggðar yrðu íbúðir fyrir fólk með tæpa greiðslugetu. Mér sýnist allsstaðar vera miðað á vel stæða eldri borgara eins og hefur sýnt sig við byggingar hjá einkaframtakinu.

Nefni Eir.

Mér varð það á ! nokkrum sinnum að nefna búsetuúrræði í formi rekstrarfélags eldri borgara og á það var hlustað af kurteisi og með hæfilegri fjarlægð á málefnið.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að t.d. skólar og félagsheimili sem ekki eru í nýtingu en skapa aðeins kostnðað fyrir ríki og sveitarfálög væru betur nýtt til svona starfsemi. Ég sé ekki brýna þörf fyrir að skapa þarna yfirmannastörf með ráðherralaun handa jakkalökkum af pólitískum verndarsvæðum. Margir eldri borgarar eru læsir og skrifandi og sumir kunna margföldunartöfluna.

Nýlega var gamla vistheimilið Arnarholt selt fyrir andvirði spyrðubands af sandkola. Nýr eigandi bíður eftir að einhver gefi sig fram og óski eftir leigu.

Árni Gunnarsson, 20.4.2013 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband