Heildarmeðallaun segja ekkert um stöðu máls, hér vantar aðalhluta í frétt um heildarvinnutíma þessa hóps!

Það hlýtur að teljast góð fréttamennska að tengja þessar tölur um tekjur við unnar vinnustundir. Þannig að þetta er ekki góð og upplýsandi frétt.  Getur verið að hér á bakvið liggi mikil yfirvinna og mikil frávera frá fjölskyldu?  Einnig hef ég grun um, til eru tölur um það,  að afköst okkar sé með lélegra móti ef miðið er við hvað við vinnum langan vinnudag.  Meðaltal er hættulegur samanburðarleikur. 

Nær væri að stytta vinnutíma gera kröfur um og skapa aðstæður fyrir betri afköst og greiða hærri laun. Jafnvel er hægt með styttingu vinnutíma að skapa fleiri störf.  

Með hækkun skattleysismarka úr 129.917 kr í ca 200.000.- væri verið að skapa hvetjandi kerfi. Og að þurfa að greiða gjöld vegna atvinnuleysis- (172.609.)  og örorkubóta er út í hött. 

Við erum ótrúlega föst í viðjum vanans og fáir ef nokkrir eru með hugmyndir um nýjar leiðir fyrir okkur. Er ekki fullreynt það sem hefur verið í gangi sl. áratugi í sambandi við þessi mál?  

Horfði á fulltrúa Pírata í gærkvöldi í mjög fróðlegu viðtali á RÚV sem allt var á ferskum nótum og hressandi fannst mér.  Meira af þessu sama góðir frambjóðendur.  


mbl.is Meðallaunin 402 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þörf og góð grein. Þótt sá sem þetta skrifar sé mjög andvígur kynjamisrétti, ekki síst hvað laun varðar, þá verður fólk að bera saman sambærilega hluti, annað eru ódýrar blekkingar í framsóknarstíl. Eins og Percy B.St. bendir á, þá þarf að gera grein fyrir ýmsum hlutum í þessu samhengi, t.d. hversu margar vinnustundir liggja þarna að baki. Svo er eitt, sem skekkir svona heildarsamanburð meira hér á Íslandi en annarsstaðar, en það er launakerfi fiskimanna. Veit ekki hvernig í fjáranum hægt er að reikna það þannig að sambærilegt sé, því vinnutími á bak við greidd laun getur verið mjög mislangur við samskonar veiðar eftir því hvernig aflast. Fleira kemur einnig til en orðlengi þetta ekki meira. Góð kveðja.

E (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband