Hefði einhver gert það betur?

Það er spurningin? Hefði einhver getað veitt okkur forustu þannig að okkur hefði líkað þokkalega við?  Er ekki viss um það!

Þannig er nú margt gott að gerast og gott væri að fá eina frétt frá ríkisstjórninni með lista yfir aðgerðir sem komnar eru á hinum ýmsu sviðum samfélagsins.  Það er brýnt að allir sjái þetta með einföldum hætti!

Líka má fylgja með nýjungagjarn og frumlegur aðgerðarlisti fram í tímann! 

Margt að gerast en allt hefur bara tekið of langan tíma og of margt þurft að þröngva fram í mótmælum.  Ríkisstjórnin hefur engan góðan fjölmiðlafulltrúa sem sér til þess að allar upplýsingar séu á borðinu.  Forsætisráðherra hefur held ég einkennilega fjölmiðlaráðgjöf! Á tímum sem þessum er nauðsynlegt að góð og opin og einlæg samskipti séu milli stjórnar og fólksins.  En á það hefur meir en skort það er eitthvað svo tilkynningalega kuldalegt við þessi samskipti í dag.

En ekki vil ég sjá sjálfstæðis, framsókn og hreyfinguna í stjórn frekar en það sem við höfum í dag.  Hugmyndir sjálfstæðismanna eru ofsalega gamaldags og nýjungasnauðar.  Auka afla, minnka skatta, frysta lán, hugmyndir varðandi húsnæðismál, allt svona eins og aftan úr fornöld.  Okkur vantar nýjar leiðir, nýjar hugmyndir og nýtt fólk til að framkvæma þær.  En á meðan við fáum ekki utanþingsstjórn er þessi stjórn það skásta sem er í boði.

Aukin afli umfram ráðgjöf og það að nýta vatnsorku okkar í álframleiðslu er ekki hugmyndarík eða gáfuð hugmynd. 

Við erum með úrrelta húsnæðisstefnu, úr sér gengna landbúnaðar- matvælastefnu, og byggjum frekar yfir veikt fólk en að leggja fjármagn í forvarnir og fyrirbyggjandi starfsemi. 

Smæð okkar getur verið heillandi en ógnvekjandi um leið. Návígið, kunningjasamfélagið, ættarböndin allt eru þetta kostir en hafa verið að fella okkar fram að þessu. Óttinn við að standa á sínu, hafa skoðun sem er í andstöðu við ríkjandi flokka hefur verið allt um lykjandi. Lýðræðið hefur sofið og ráðherra(r)æðið stjórnað!

Við búum í góðu landi en skortur á trausti milli fólks er að fara með allt fjandans til.  Upplýsingar, góð einlæg samskipti við þing og ríkisstjórn er nauðsynlegt til að byggja upp traustið. Það er eitthvað mikið að hjá okkur þegar fólk stendur í biðröð eftir matarúthlutun!!

Ofannefndir einfaldir listar mundu skýra margt! En þessi ótti við að skipta um skoðun og breyta fyrri ákvörðunum og fara nýja leið hefur verið okkur til mikils ama.  Það er flest allt fullreynt sem verið að leggja til sem framtíð fyrir okkur og hefur það ekki dugað til og í raun komið okkur á þennan stað. Nýjar ferskar hugmyndir, nýtt ferskt fólk er nauðsynlegt því enn eimir eftir af gamla flokksræðinu og spillingunni hjá þeim sem eru við stjórnvöl.   Það er alveg óþolandi að allt skuli ætið enda í þras og þrætur á Alþingi og óábyrgar ásakanir til  hægri og vinsti!

Þetta er að taka allt of langan tíma sem snýr beint að fólki.  Breyting á skattlagningu matar, breyting á endurgreiðslukerfinu vegna leigu eða eignar á húsnæði, ný húsnæðisstefna, breyting á hugmyndum um hvar og hvernig á að nýta orkuna okkar grænt og sjálfbært verður að koma til.  Núna ekki í gær eða á morgun.   

Það er mín einlæga skoðun að margt hefði verið og er enn hægt að gera sem byggir upp traustið.  Húsnæði, matur og þokkaleg andleg heilsa er grunnur sem við verðum að styrkja. Ekki á morgun, ekki í næstu viku heldur í dag. En aðalmálið er að við tölum saman að upplýsingar liggi á borðinu og einlægni skíni frá þeim sem eru að segja okkur frá stöðu mála.

En ljóst er að enn er ekki hægt að sleppa mótmælum og sterkt aðhald er nauðsynlegt svo ekki fari allt í gamla farið aftur.


mbl.is Jóhanna: sit út kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Út frá fyrirsögninni á pistli þínum: Það er alveg dagljóst að erfiðleikar steðja að þjóðinni og þeir sem fara fyrir málum alþýðu eiga ekki sjö dagana sæla.

Sú manneskja sem verið er að gagnrýna tók við stjórnartaumunum á sínum tíma, í bráðabirgðastjórn fyrst og síðan annarri þjóðkjörinni. Meðal helstu verka þeirrar ríkisstjórnar hefur verið að hefna sín á pólitískum andstæðingum, eins og það væru mikilvægustu verkefnin.

Ríkisstjórn sem situr undir hinum gamla gunnfána "allt er betra en íhaldið" þegar gefur á bátinn þarf að hugsa vel sinn gang þegar kemur að því að vinna alþýðuhylli. Skoðanakannanir síðustu daga renna stoðum undir þá skoðun mína.

Flosi Kristjánsson, 4.11.2010 kl. 18:10

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Percy, nú veit ég að þú ert sérfræðingur í meðvirkni. Minnist atviks fyrir um tuttugu árum síðan þegar maður hafði nánast ekki heyrt um meðvirkni, eða vissi lítið um málið. 

Þáverandi góður vinur minn á þeim tíma var giftur sér nokkuð yngri stúlku. Í eitt skipti kom ég í heimsókn, var hleypt inn af ömmu stúlkunnar. Í stofunni sat hún, öll bólginn, eftir uppgjör við eiginmanninn. Barsmíðar höfðu farið vaxandi í hjónabandinu en þeim var haldið leyndum. Við náðum að ræða saman og hún var mér sammála um að þetta var endapunkturinn. Hún yrði að fara og fá hjálp. Þá sagði amman : ,, Ertu viss um að þú fáir nokkuð betri mann en hann. Svo skaffar hann vel".

Þessi setning rifjaðist upp við lestur þessa innleggs hjá þér.

 Ég hafði engar sérstakar meiningar um Jóhönnu sem forsætisráðherra. Vissi bara að hún væri mikil hugsjónamanneskja, og hafði virðingu. Nú er öll virðing farin og ölum er ljóst að gangan er að enda komin. ,, Fáið þið nokkuð betra"?

Persy það er jú margt mikið betra en þetta. Ég get talið upp a.m.k. 50 manns sem getur orðið betri forsætisráðherra en Jóhanna, og þarf reyndar ekki mikla getu til.

Vinur minn hefur bara sokkið neðar. Kennir alltaf öðrum um. Fyrrum eiginkona hans fékk aðstoð og hefur blómstrað. Fyrrum vinur minn fékk hins vegar enga aðstoð, og vildi ekki. Kona hans hafði fengið hann til þess að berja sig. Það höfðu tvær fyrrum sambýliskonur hans líka gert.

Það er kominn tími til að barsmíðunum hætti.  

Sigurður Þorsteinsson, 5.11.2010 kl. 00:43

3 identicon

Í tíð "vinstristjórnarinnar" hefur fátækt aukist til muna og kjör lítilmagnans hríð versnað, auk þess sem þessari stétt lítilmagnanum hefur fjölgað sem aldrei fyrr. Lítil börn róta nú í ruslinu í leit að mat og gamalmenni eru borin út á götu, og við erum orðin eina ríkið í okkar heimshluta sem neitar sumum ungmennum um skólagöngu, þó þau hafi náð öllum samræmduprófum, út af niðurskurði í menntakerfinu. Á sama tíma er hvergi skorið niður í yfirbyggingunni og milljörðunum sem hefði verið hægt að eyða í að laga mennta- og húsnæðismál og hjálpa bágstöddum öllum kastað á bálið í Brussel. Þetta hyski er ekki vinstrimenn. Ég er vinstrimaður. Vinstrimenn eru lýðræðislega hugsandi fólk sem sólundar ekki fé þjóðarinnar í einkahobbý sín, esb þruglið, meðan börnin róta í ruslatunnunum, heldur virðir jafnrétti manna og vilja fólksins og reynir að tryggja jöfn lífskjör allra. Þessi ríkisstjórn er aftur á móti tilbúin að brjóta lög og reglur í auðvaldsdýrkun sinni, í því skyni að sleikja sig upp við auðvaldið á kostnað almennings. Hæstaréttardómar eru jafnvel hunsaðir, svo sem gerðist í tilfelli Lýsingar, en dómurinn sem þá féll hefði getað forðað þúsundum frá gjaldþroti og vonarvöl. En ríkisstjórnin sýndi með því að hunsa þann dóm, nokkuð sem er víða ólöglegt og hefði eitt og sér nægt sem brottrekstrarsök fyrir ríkisstjórnina, þar sem þrískipt vald er tryggt með lögum í stjórnarskrá, sitt rétta eðli og fyrir hvern hún starfar í raun og veru. Annað hvort voru þau aldrei vinstrimenn, heldur bara Trójuhestar, eða þá eru þau pólítískar mellur sem einhver ill öfl borga undir borðið. Aðrar skýringar standast ekki nánari athugun. Síst af öllu gjammið í nýju trúarbrögðunum hans Steingríms sem hafa gert Davíð Oddsson að allsherjar grýlu og djöfli sem allt sem miður hefur farið í veraldarsögunni er að kenna, og gerir hans menn stikkfría frá öllu og þeir geta jafnvel notað tilvist Davíðs Oddssonar sem afsökun til að fremja hvaða glæp sem er "Skrattinn freistaði mín" = "Davíð neyddi mig til þess", en einungis einfeldningar taka svona bókstafstrú og óráðshjal trúanlegt, burtséð frá hvað manni þykir persónilega margt miður í fari pólítíkur Davíðs Oddsonar. Sannleikurinn blasir við. Þau eru kannski lýðræðislega kjörin, en það var Hitler nú líka. Lýðræðissinnar eru þau ekki, það hafa þau sýnt með að marg brjóta á fólkinu í landinu, jafnvel í trássi við Hæstarétt, sem þau óvirða eins og þeim sýnist. Hvort sem þau eru að þiggja mútur eða annað kemur til, þá eiga þau ekki skilið að sitja þarna lengi. Sagan sýnir að það að láta fasista og elítista sem óvirða sitt eigið fólk sitja í skjóli "lýðræðis" er stórhættulegt og veit ekki á gott. Við höfum valið, annað hvort kveðjum við land vort og þjóð bless, frelsi vor og mannréttindi, kjör og auðlindir......eða ríkisstjórn þessa. Við höfum þetta val ekki mikið lengur. Tíminn líður hratt að úrslita stund. Láttu ekki þitt eftir liggja http://www.utanthingsstjorn.is

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 01:40

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigurður Þorsteinsson - þakka þér pistilinn þinn - því miður er þessi samlíking hroðalega rétt -

Minn ágæti Percy - fáum okkur kaffi og spjöllum saman - þetta gengur ekki lengur - þú mátt ekki vera í hlutverki ömmunnar.

Svo skaffar þessi stjórn ekki vel - ja nema álögur og blekkingar - en það er ekki það sem við viljum. Call me.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.11.2010 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband