Neðar komast Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkar ekki!!

Ótrúlegt að mánuð eftir mánuð hlusta og lesa óábyrgan flutning Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks i Icesave málinu.  Hverjir voru við stjórnvöl í tvo áratugi á undan hruninu?  Hverjir settu lög og reglugerðir sem gerðu þetta mögulegt? Hvenær hófst þetta aðhaldsleysi og hömluleysi geðveikrar frjálshyggju?

Mér verður ómótt við svona augljóst, auðvirðilegt og í raun kjánalegt tal flóttamanna fyrri ríkisstjórna. Veit ég að það er erfitt að horfast í augu við eigin ófullkomleika og viðurkenna ábyrgðina, biðjast í auðmýkt afsökunar, þegja og klára með stæl mál þetta.

Auðvitað er hægt að sitja hjá,  vera á móti en hvar er þá sómatilfinning þeirra og æra?  Þessum tveim flokkum er  vorkunn þegar hlustað er á flutning þeirra í Alþingi í algjörri örvæntingu þess sem hefur misst sjónar af markmiðum sínum og hugsjónum. Hvað er að?

Og hvernig í dauðanum ætli þeir að vinnu úr þessum geigvænlega vanda sem þeir sköpuðu?  Ekkert heyrist nema hol hróp úr eyðimörk hugmynda þeirra!  Engin lausn er í alvöru í boði í nafni þeirra.


mbl.is Þung orð falla um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Stjórnvöld og bankastjórnendur frömdu hér landráð af gáleysi í aðdraganda hrunsins. Það kostar okkur Icesave nú. Því miður. Icesave er herkostnaður frjálshyggju hrunflokkanna.

Björn Birgisson, 22.10.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband