"Ice will save you" Glittir í raunveruleikatengda ákvörðun?

Hvað svo sem má segja um niðurstöðu þessu þá hefur þetta tekið of langan tíma.  Með nálgun sem hefði verið í upphafi rauntengdari og kjarkmeiri hefði þetta verið búið og afgreitt fyrir einhverjum tíma.  Það er seinagangurinn í of mörgu sem veldur óróa nú er farsælast að gefa í botn. Afhverju er eins og alltaf skorti skilning og raunveruleikatengingu við vilja fólksins? Eins og eldri viðhorf stjórnmálafólks þvælist fyrir framtíð okkar.

Og hver veit hvað verður 2024 eða hvernig einhverjir samningar færu ef við ynnum dómsmál seinna??

Þetta er okkar besta núna, alltaf verið ljóst að við berum ábyrgð og alltaf verið ljóst að við vitum ekki hvað þetta verður mikil fjárhæð!!!!  Vonandi sem minnst og vonandi fer hjól Íslands að snúast. En það er þá! Núna er mikilvægast  - gleymum ekki augnablikinu.  

Sleppum takinu á vandamálunum og lítum á lausnina.  Vissulega skil ég enn ekki tregðuna við að leiðrétta með afskrift eftirstöðvar lána!!! það er enn ein lausnin sem ef stjórnmálafólk væri raunveruleikatengt hefðu afgreitt jákvætt!! Það verður gert fyrr en seinna, annars er það Austurvöllurinn og fólkið verður auðvitað að tala hærra og skýrar.

Margt er að gerast en sum grundvallarmál taka of langan tíma.  Einhver verður að taka að sér að forgangsraða fyrir Alþingi og ríkisstjórn.  Verður það Austurvallarhópurinn?

Við verðum að vera í samræðum við stjórnmálafólk ekki á móti þeim. Veita aðhald og ekki samþykkja hvað sem er. Vera miklu, miklu meira vakandi yfir starf Alþingis.  Við höfum öll gott af því.


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Helgason

Ertu ekki búin að sjá það að vegna mikilla greiðslna vegna icesave er ekki hægt að afskrifa hjá einstaklingum?

 Peningarnir úr icesave koma úr þrotabúi Landsbankans. 

Jón Þór Helgason, 18.10.2009 kl. 09:33

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það verða þó þrjú fyrirtæki sem munu hafa nóg að gera nái þessi glæpsamlegi gjörningu fram að fara. Þau eru Icelandair, Icelandexpress og samskip!

Restin mun brenna í báli skulda, vaxtaokurs, skatta og verðtryggingar. Hér er ekkert að gera sem að mun bjarga Íslandi. Það sem að hér er að gerast að að verið er að tryggja nokkrum útbrunnum stjórnmálamönnum sæti í brussel þar sem að þeir geta hjálpað til við að jarða restina af Evrópu.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 18.10.2009 kl. 11:50

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

gera átti að vera geraST

Ellert Júlíusson, 18.10.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband