Hver hlustar?

Hver hlustar á það sem sagt er af þeim er standa utan við og sjá okkur í góðri fjarlægð? Ljóst er að margt gott hefur gerst og ber að þakka það.  Eins og alltaf hafa íslendingar sett heimsmet! Við viljum ætið vera best og þessvegna í hruni en svo vonandi í uppbyggingu!

Baldur staðfestir eðlilega leiðréttingu vegna gengisfalls "Skammtímavanda lántakenda mætti minnka með því að miða afborganir við gengi og vísitölu vorið 2008 (teygjulán), til að kaupa meiri tíma þar til gengið hækkar og eðlilegu jafnvægisgengi er náð."

En forsenda alls er að þjóðin verði heilbrigð og geti haldið utan um sig og fjölskyldur sínar. Enn verður ekki af alvöru vart við alla atvinnulausa og fjölskyldur þeirra.  Hvar er þessi hópur og hver er að sinna honum?  Alþjóðlegi Geðheilbrigðisdagurinn er 10.okt. nk. er í raun eðlilegri dagur en ég hafði gert mér grein fyrir!  Þetta er dagur okkar allra og mikilvægi hans óumdeilanlegt.  En hvað er verið að gera fyrir grasrótina?  Er haldið utan um heildar félagslegar endurgreiðslur þannig að fólk geti meir en lífað það af ?   Strax aðgerðir eru brýnar og lengri tíma áætlun lífsnauðsynleg! Öll þessi atriði skipta máli fyrir geðheilbrigði okkar.  Og eru í raun miklu betri leið og ódýrari kostur en að láta þetta dánka og sjá ekki andleysi og vanmátt fólks í vegna þess að það er sárt að finna samkennd.  Án góðrar geðheilsu njótum við lítils af deginum svo grunnöryggið er lífsnauðsynlegt.

Hvar er hægt að sjá félagslegar forvarnar- og framtíðaraðgerðir (2-3 ár) í heild sinni?  Það er nauðsynlegt að vinna hvorutveggja í grunninum og í þakinu! Hvernig svo sem það er gert þá verður að gera þetta! Jafnvægislist sem fáum er möguleg en ég treysti alveg stjórninni ef  stígið er fram fyrir 1. okt. nk. og áætlun lögð fram sem við getum skoðað fyrir þingsetningu.  Stjórnin fær ekki fleiri tækifæri vegna þess að staðan er alvarlegri heldur en fólk lætur vita af.  Íslendingar eru enn hættulega miklar hetjur og ætla að þrauka og redda svo vonandi málunum.  En því miður.....

Ég held að við séum að horfa framan í ný mótmæli og það af stærri tegund en nokkru sinni áður.  Það er að stýttast í þingbyrjun og það er líklega að styttast í nýja "búsárhaldabyltingu" við verðum að standa upp aftur og láta heyra í okkur! 


mbl.is Erlendar skuldir 30% of háar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband