"Löglegt en siðlaust"

Það breytir engu í hvaða flokki þið eruð! Afhverju þessi hræðsla hjá frambjóðendum við að birta tölur um styrkina?  Að bíða eftir að hinn birti sínar er roluskapur og engum til framdráttar. Kominn er tími uppgjöra og heiðarleika.  Því ljóst er að allar gjafir hafa áhrif hvort sem okkur líkar betur eða verr!

Þingmaðurinn Guðlaugur Þór lýsir yfir að "hann hefði aldrei hyglað einu eða neinu fyrirtæki og myndi ekki gera það í nútíð eða framtíð" Þessi sið-blinda er einmitt málið. Ef ekki vísvitandi þá hefur fyrirtækjum ómeðvitað , meðvitund getur verið ómeðvituð, verið hyglað af þingmanninum! Það hefur alltaf áhrif á gjörðir okkar að þiggja svona stórar gjafir.  

„Ég hef farið eftir öllum þeim reglum, sem um prófkjör fjalla, og það eru leiðbeiningar frá skattayfirvöldum," sagði Guðlaugur Þór.  Hér er satt sagt en hvar er eigið siðferði og sjálfstæð hugsun? Hvar er brjóstvitið? Hver siður annarra er breytir engu um þær kröfur um algjört sjálfstæði einstakra þingmanna frá utan að komandi þrystingi. Þar af leiðandi verður að fara varlega gott fólk!

Þessi svör eru góð dæmi um getuleysi eigins siðferði og afneitun á raunveruleikanum.  En þetta á líka við um aðra þiggjendur styrkja sem hugsa eins og Guðlaugur Þór.

Carol Gilligan prófessor í siðfræði hefur þetta að segja "að konur og karlar hafa tilhneigingu til ólíkrar siðferðislegrar hugsunar. Hún segir að karlmenn leggi meiri áherslu á réttlætið, konur á umhyggjuna, að sjálfstæði og reglur séu körlum mikilvægari en konum, sem aftur setji sambönd og samskipti í fyrsta sæti."

Hvernig væri nú að sameinast um grunnin að siðferðislegum hugsunum okkar?  Gera góða blöndu samkvæmt álitinu hér að ofan. Því ljóst er að annað getur ekki án hins verið.

Frambjóðendur góðir, komið fram með sannleikann, komið hrein og bein fram og sýnið kjósendum þá virðingu sem þeir eiga skilið.   


mbl.is Segir 40 aðila hafa styrkt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að meina að skattyfirvöld gefi út ósiðleg fyrirmæli og að siðferði starfsmanna þar sé ábótavant?

Tel þig verða að færa fram sannanir þessu til staðfestingar -

ekki koma rök frá ykkur varðandi þjóðfélagsmál - kanski gengur ykkur betur að sanna ósiðlegar framkvæmdir á opinbera starfsmenn.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband