Neðanjarðargöng leið þingmanna í frelsið?

Gefið okkur vinnufrið, ekkert á að stöðva fundi Alþingis er sagt úr Húsinu.  En biðið við hvernig hafa fundir Alþingis verið notaðir fram að þessu?  Allt sem stjórnarliðar segja er útfrá eigin þörf, vangetu og ótta við breytingar.  Við verðum að klára þessi mikilvægu mál og bjarga þjóðinni!  Þetta segir fólkið sem klessukeyrðu okkur.  Afneitunin á ástandið er algjört.  Raunveruleikinn er eins og bleikur fíll inní Alþingi.  Engin nema einstaka hugrakkur einstaklingur þorir að tala um hann. Engin stjórnarliði segir það er bleikur fíll hérna og spyr sig,  hvaðan kemur hann svona allt í einu!  

Það er erfitt að vinnukenna mistök og biðja aðra að taka við stjórnartaumunum. Það er erfitt eftir áratuga hefð  fyrir því að kjósendur kyssi vöndinn og þjáist í kyrrþei!  Ég er ofsa ánægður með að Íslendingar loksins standa upp og segja hingað en ekki lengra.  Hef beðið lengi eftir þessu.

Auðvitað gera mótmælendur sín mistök en mótmæli eru í eðli sínu hörð skilaboð.  Þau eru viðbrögð einhvers sem er kominn út í horn og kemst ekki lengra með þeim vopnum sem hann hefur verið að nota. 

Kylfur eru aldrei lausn, ofbeldi til að stöðva ofbeldi elur af sér meira ofbeldi.  Aðferðir lögreglunar er í eðli sínu ofbeldisvaldandi og þar af leiðandi rangar.  Til eru aðrar leiðir en þær taka meiri tíma og þolinmæði lögreglunnar er lítil sem engin.  Enda ekki vön þessu.

Kylfur eru lausn þess sem til að verja sig á ekkert eftir nema kylfur.  Ágæta Alþingi finnið betri lausn en ofbeldi.  Sýnið okkur virðingu, sýnið skoðunum og kröfum okkar virðingu.


mbl.is Beittu kylfum á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: percy B. Stefánsson

Heyr heyr!! Ég get ekki verið annað en hvumsa yfir því að sérsveitin sé kölluð til og kylfur séu settar á loft. Á þetta eitraða heyrnarleysi að vera lengi viðvarandi? Almenningur = þjóðin vill láta í sér heyra!!! Ég skora á Alþingi og ráðherra að sýna almenningi og þjóð virðingu.

percy B. Stefánsson, 21.1.2009 kl. 11:43

2 Smámynd: percy B. Stefánsson

úps stalst inn á þínu nafni... fyrirgefðu það, var of fljótfær:) ég á sem sé athugasemdina þarna fyrir ofan:) Díana Ósk

percy B. Stefánsson, 21.1.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband