Mengun og jarðtenging !

Gleðilega hátíð.  Jæja nú ætti ég að fara að geta náð andanum.  Nagladekkin af og svifryk minnkar strax.  Er búinn að fá astma og í augun í vetur af þessari óþörfu mengun.  Afhverju í ósköpunum má ekki banna nagladekk hér á höfuðborgarsvæðinu.  Og afhverju hefur heilsa mín og margra annarra ekki skipt máli. Of dýrt að skola göturnar! Hafið þið heyrt lélegri rök?  Ætla stjórnendum borgarinnar þyki gula skýið sem sést hefur í vetur fallegt?  Nú á hugsanlega að draga úr notkun nagladekkja! Bull! það á að banna notkun þeirra!  Takið ábyrgð borgarfulltrúar og stjórnið þegar þarf að stjórna. 

Og meir um mengun! Eins og hún minnki eða sé minna slæm ef við eigum ónotaðan kvóta hjá Alþjóðastofnunum!? Hér eru reiknimeistarar á fullu við að reikna út ónotaðan kvóta.  Svo segja ráðherrar hvað er þetta við eigum inni mengun fyrir nokkrum álverum. En það er léleg ávöxtun þessarar inneignar að nýta hana í álver.  Hæstu ávöxtunina fáum við ef við nýtum ekki kvótan og leyfum landinu að vera ósnortið.  Vissulega sýn sem fæstir ráðherrar hafa enda til langs tíma en samt rétt. 

Ef við lítum inn á við og skoðum hug okkar af hreinskilni. Þá held ég að flestir ef ekki allir sjái geðveikina í stóriðjuuppbyggingu.  En þeir sem stjórna eru svo hræddir við að verða sér til minnkunar ef þeir skipta um skoðun að það er bara keyrt á fullu.  Stundarbrjálæði sem þetta er dýrkeypt fyrir næstu kynslóðir. En það skiptir ekki máli?

Núna skal lifað í hagvextinum! Hvernig sem við nú gerum það.  það er nefnilega þannig að fæstir ná því að lífa í honum! Enda vita fæstir hvað það þýðir að lifa í hagvexti. Nema þeir sem aðgang eiga að ódýrum peningum og geta látið hann búa til meiri peninga fyrir sig.  Sem útaf fyrir sig er vafasamt hátterni innan margra lánastofnana. 

Hvað gerir hagvöxturinn fyrir starfsmenn dvalarstofnana eða aðra láglaunaþræla? Lítið sem ekkert nema smá auka kaupgetu sem verðbólgan tekur jafnharðan og étur.  Þetta daglega þvarg stjórnmálamanna og fjármálafólks um vöxt  eða verðbólguskot skipta litlu máli. Takið á daglegum vanda venjulegs fólks. Og ég lofa þið fáið atkvæði og viðskipti.

Gáfumannatal og langar útskýringar á engu skipta engu nema það er algjör tímaeyðsla. Komið niður til okkar sem lifum hér og hrærumst í svifryki og verðbólguskotum og verið memm!!!!!!!

Gleðilega upprisu og ósk um nýtt upphaf. Tvennar kosningar framundan kíkjum á jarðtengingu stjórnmálamannana gott fólk.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband