Kaffi- Austurstræti í Eymundsson allur í pappa !!

Forvitnin rak mig inn á nýja bókakaffihúsið í Austurstræti. Enda vantar gott kaffihús í miðbænum þau eru öll orðin að barkaffihúsum með áherslu á vín, öl og hávaða. Helst að Kornið í Lækjargötu uppfylli lágmarksskilyrði kaffihúss.  

Aðstæður eru frábærar á nýja staðnum fín staðsetning og huggulegt umhverfi. Suðurgarður á eftir að laða að einhverja og gaman að kíkja út á götu. En, einmitt en! Ég á ekki eftir að koma þangað aftur.  Fyrst og síðast er úrvalið lítið sem ekkert og annað verra allt í pappa.  Kaffi í pappírskrús og brauðið með skinku/osti fékk ég í bréfapoka!!! Þegar ég spurði forviða afhverju? Var svarið nýtt "concept" en líklega þýðir það sparnaðarhugmynd á kostnað kaupandans?  

Verðið var það sama og allstaðar og hærra en á Korninu áðurnefnda.  Hvað er gaman að fara á huggulegt bókakaffi og drekka dýrt kaffi úr pappa og borða dýrt brauð úr bréfapoka???? Nei, nú verða viðskiptavinir kaffihúsa bæjarins að fara að gera kröfur.  Þetta er til skammar fyrir Eymundsson og mér sem kaffihúsavini er misboðið með svona tilraunastarfsemi á okurverði miðað við þjónustu.  Breytið þessu sem fyrst annars spái ég að illa fari............................. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband