"Eins og þú sáir munt þú uppskera" Framsókn og Siv Friðleifsdóttir!

Kosningarnar búnar og allt er hljótt aftur.  Eina kippinn sem ég tók var þegar ég hélt að frjálslyndir ætluðu að semja við sjálfstæðisfólkið!  En það leið hjá sem betur fer og allt varð aftur eins og það var og á að vera? 

Menning eða ekki allaveganna eru stjórnmál eitt af mörgu sem snýr lifshjól mitt.  Þó ég skilji ekki alltaf - ísmann sem er í gangi þá fær það mig til að hugsa.  Og furða mig og ég hætti aldrei að verða hissa !!

"Allt sem gerist í lífinu er vegna þess sem er í vitund þinni. Lyftu vitundinni og þú lyftir allri tilveru þinni og viðhorfi til lífsins. - Barnsleg og að því er virðist einföld  mannvera á léttara með að taka við guðsríki en hin greindasta sem heldur að hún þekki öll svör með huganum." E.C.

Svo satt sem þetta er skrifað!  Listin að lifa er í raun svo einföld.  Sleppa takinu og láta sig gossa inn í það!  Úpps er það bara þannig? Held það, vandinn er að við hugsum of mikið -Og lifum of lítið og erum sjaldnast í augnablikinu heldur einhversstaðar allt annarsstaðar. 

Framsókn gerir lífið skemmtilegra.  En lítið skil ég í fréttaflutningi og sögusögnum um framsóknarheiminn! Ætti að vera einfalt að leiðrétta skekkjuna frá því um árið.  Þegar nýr maður sveiflaði sér inn á þing og í ráðherrastól og flokkurinn fór að hallast ískyggilega.  Svo fór hann í annað starf í musteri mammons.  Svipað og annar sem nú er talað um að komi aftur inn og lagi hallann.  Hvað með sjálfsvirðingu og blessaðan trúverðugleikan?  Hvert fór virðing flokksins fyrir kjósendum?  Enda uppskeran rýr! 

Hvað er að fólki?  Lausnin hlýtur að liggja innan flokksins alveg eins og vandinn.  Og lausnin er Siv Friðleifsdóttir - einfalt og þessvegna þarf þor til að gera rétt og fylgja hjartanu.   

Trúverðugleika, greind og dugnað í flottu ívafi með kjörþokka hvað viljið þið meira? En nóg um þetta vonandi ber flokknum gæfu og kjark til að velja rétt.

Það er að koma sumar smátt og smátt og mannlífið verður bjartara. Það eina sem háir okkur er heimatilbúinn tímaskortur.  Vinnuþrælkun hugans og bull eins og að vinnan göfgi manninn er sáð í okkur við fæðingu.  En allt hefur sína kosti en líka galla og okkur væri nær að skoða galla okkar og breyta þeim í kosti.  Lífið verður svo óumbærilega auðveldara þannig.  

Stundum virðist allt vera að versna í kringum okkur.  En við verðum að ná þráhyggju hugans úr okkur. Græðgin, hatrið,  öfundin og eigingirnin hreinsast ekki burt fyrr en það kemur upp á yfirborðið þannig er það með öll kýli - stinga verður á þau.  Lífið er þannig líka  og ég vil ekki flækjast inn í þessa ringulreið lengur.  Ætla mína leið sem núna er ekki þessi venjulega útgengna leið vanans og óttans. 

Segi hér með upp og held mína leið! Góða og gleðilega Hvítasunnuhelgi.................................. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband