Ég skammast mín!

Tekjulægstir algjörlega gleymdur hópur!! 

Hlustaði á umræður frambjóðenda í sjónvarpi allra landsmanna og finnst lítið hafa breyst.  Helst að nýju framboðin tali um nýjar áherslur og þörf fyrir algjörri stefnubreytingu í afkomumálum landsmanna. Því miður eru fjórflokkarnir ekki trúverðugir og síst yfirboð sumra þeirra. 

Hef fengið að kynnast fólki undanfarið sem er á lágmarksbótum og mér blöskrar aðstæður þessa fólks.  Við sem menningarþjóð og velstæð í grunninum ættum að skammast okkar fyrir að koma svona fram. 

Nú eru skattleysismörk 129.917.- sem er algjörlega fjarstæðukennd upphæð. Um 200.000.- væri nærtækari upphæð.

Atvinnuleysisbætur sem þúsundir eru að fá eru 172.609.- en frá því dregst ýmislegt þannig að fólk er að fá ca 145.00.- greitt!!!! Hver lífir á þessari upphæð? Fátæktargildran er hér í algleymi sínu að blómstra. Örvænting og tilgangsleysi fólks er skelfileg staðreynd sem við viljum ekki ræða upphátt. Farið er með þetta eins og fjölskylduleyndarmál í fjölskyldu virks fíkils. 

Við eigum að greiða vegna framfærslu að lágmarki 250.000.- fyrir einstakling miðað við 200.000.- í skattleysismörk.

Einstaklingur getur með engu móti lifað á núverandi bótum.  Við erum að sýna fólki lítilsvirðingu með greiðslu þeirra.  Fólk getur með engu móti átt íbúð og borgað af lánum og alls ekki leigt íbúð þar sem t.d. 3ja herb. íbúð kostar um 150.000.- á mánuði.

Hvað á viðkomandi að gera þegar s.k. eignaríbúð fer á nauðungarsölu (3 íbúðir á dag) og ekki hægt að leigja aðra.  Þekki til svona aðstæður hjá mér tengdum aðilum og þetta er skelfileg staða!  Og alls engin aðstoð veitt hjá sveitarfélögum ef viðkomandi er einn! Eins og að einstaklingar eigi ekki rétt á mannsæmandi lífi. 

Og við gleymum öllum kostnaði sem fylgir því álagi að lifa við þessar aðstæður og hvað það kostar samfélagið að koma svona fram við fólk.  

Það að við skulum vera með þessar auðmýkjandi greiðslur þrátt fyrir að augljóst sé að ekki er hægt að lifa á þeim sama hvað þær eru nefndar er meir en furðulegt og í raun óskiljanleg staðreynd.  

Fjármagn er til en skipting þess er vægast sagt óréttlát.  Það er eins og peningar þess opinbera týnist í gatasigti eyðslu sem engin veit hver er eða skilur þegar á að fara að skoða málið. 

Ég skammast mín fyrir að þessum hópum skuli vera boðið upp á þessar lítilsvirðandi aðstæður. Þetta er engum boðlegt en samt bjóðum við upp á þetta!  

Hver núverandi flokka í framboði sé líklegastur til að breyta þessu er enn ráðgáta sem engin veit hvort leysist fyrir kosningar.  Eða hvort svo staðið verður við stóru loforð sumra eftir kosningar.  

Góðir frambjóðendur tökum okkur á. Bjóðum ekki þúsundir manna upp á þessar aðstæður.  Leyfum öllum íslendingum að lifa við reisn að lifa þannig að þeim finnist þeir einhvers virði í þessu okkar þrátt fyrir allt ríka samfélagi. 

 

 


mbl.is Gylfi: Lágtekjufólk fær enga aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymdirðu nokkuð að hlusta á Aðalheiði Ámundadóttur? http://www.dv.is/frettir/2013/4/4/nu-er-hopur-heima-i-stofu-ad-verda-pinulitid-pirradur/

Kristján Friðjónssonn (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 18:50

2 identicon

Ég vona að þjóðin beri gæfu til að kjósa með hjartanu og leyfa ekki fjölmiðlunum að framleiða skoðanir sínar fyrir sig. Ýmsum bellibrögðum er beitt af svikamyllunni og "Kosningaprófið" á DV var búið til til að afvegaleiða kjósendur með að sniðganga bestu framboðin, til dæmis Flokk Heimilanna og taka þannig afstöðu á móti þeim. Blaðamenn DV hefðu verið reknir fyrir löngu ef þeir ynnu hjá heimsklassa fjölmiðli. Fáguð framkoma, hlutleysi, kurteisi og að gefa öllum jafnt tækifæri, ef þú ert spyrill í venjulegum fréttaþætti/umræðuþætti, og/eða jafnar áskoranir sama hver á í hlut, ef þú ert Paxman einkennir framkomu faglegs hágæða fjölmiðlamanns, sem myndi aldrei setja upp mismunandi svip eftir því við hvern er rætt, og jafnvel gretta sig, eins og of margir gera hér á landi, vinnuveitendum sínum til skammar vinni þeir hjá einkastöð og lækki gæði hennar með ófágaðri og ófaglegri hegðun, og því miður þjóðinni allri og skattgreiðendum þegar þeir vinna hjá RÚV. Fox News er jafn hátt yfir íslenska fjölmiðla hafin hvað varðar fágaða framkomu og vönduðustu fréttamiðlar heims eru hafnir yfir Fox News. Við erum bara orðin vön lélegum gæðum og tökum þessu þegjandi eins og fólkið í Kína þegir bara yfir "hlutlausu" fréttamennskunni þar.

Stebbi (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband