Loðin meðaltals fréttamennska!

Það lítur ekki vel út á myndinni sem er birt hvernig vaxtabætur hafa þróast.  En er fréttin nægjanlega vel unnin til þess að gefa raunmynd af því sem er að gerast?

Meðal-tekjur - fjölskyldur og meðalskuldir hvað segir það okkur? Barasta eiginlega ekki neitt um raunveruleikann.  Lækkun bóta getur hlaupið á hundruðum þúsunda hjá meðalfjölskyldu! Hver er þetta að hlaupa?

Þessi meðaltalssiður að birta meðaltalstölur um meðaltalsskuldir og meðalendurgreiðslur er meir en að meðaltali villandi.

Ég vil sjá hvað fólk með lægstu tekjurnar og minnstu eignina er að fá á mánuði í vaxtabætur og hverjar eru tekjur þeirra brúttó og nettó.  Hvað eru þau með hæstu tekjurnar og oftast mestu eignina að fá til sín. Hvernig skiptist þetta miðað við tekjur, eignir, skuldir, stærð húsnæðis og fjölskyldustærðar?  

Þessi meðaltalsleikur er hættulega villandi og segir hreinlega ekkert um raunveruleikann. Hættum þessum meðaltalsleik sem er of oft notaður í pólítískum tilgangi og ekki til að upplýsa um raunveruleikann.

Og afhverju er aldrei fjallað um hvernig húsaleigubætur koma í raun út hjá fólki sem er á vægast sagt ofurselt á ófullkomnum leigumarkaði á Íslandi. Væri það ekki fróðlegt að sjá?


mbl.is Mikil lækkun vaxtabóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband