Nú fer þetta eftir dugnaði málsvara okkar!!!

Það sem verður að gera núna er að standa upp og skýra málstað okkar og ástæður þess að við viljum ekki greiða þessar skuldir sem mynduðust við Icesave!!

Við hefðum þurft að byrja í morgun með góða skýra sérfróða aðila sem koma fram fyrir okkar hönd erlendis.  En því miður geri ég ekki ráð fyrir að slíkt sé í gangi!

Við þurfum ekki að tapa áróðursstríðinu í evrópu nema þá vegna klaufaskapar og seinagangs.  Förum í gang núna og höldum þessu gangandi því fleiri eru sammála okkur erlendis en við gerum ráð fyrir.  Söfnum liði og rísum upp fyrir málstað okkar.  Af mörgum ástæðum er dómstólaleiðin farsæl leið og auk þess væntanlega stefnumótandi fyrir hvernig evrópa hagar sér almennt í fjármálum sínum og ábyrgðum. Svo höldum ótrauð inn í þessa vinnu okkar.


mbl.is Vonsvikinn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óttast það að við munum steinliggja í þessu dómsmáli. Við eigum ekkert í þeirra klóku lögfræðinga. Hvert fóru peningar? Til Íslands, er það ekki?

H (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 10:30

2 identicon

Það er búið að reyna að kynna þennan ömulega málstað í þrjú ár og allir komnir með hundleið á honum.....Næst þegar þú sérð Árna Matt í Krónunni að kaupa dýrafóður spurðu hverning alþjóðasafélagið tók á honum þegar hann reyndi fyrstur allra að útskýra Íslenskt siðferði fyrir umheiminum. Að halda því fram að Evrópa muni fylgja ömurlegri tilraun Davíðs Odds til að ræna Evrópu dæmir sig sjálf.

Símon (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 10:43

3 identicon

Ólíkt því sem gerðist hér á landi þá verður það ekki útkljáð á bloggum eða fjölmiðlum í Evrópu heldur fyrir dómstólum. Þar breytir engu hvernig almenningsálitið sveiflast heldur hvernig dómurinn túlkar lögin. Greinilegt er af niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar að meirihluti Íslendinga telur að við eigum mikla möguleika á að vinna það mál, en því miður eru það draumórar.  Allar líkur eru á að EFTA-dómstóllinn komist að svipaðri niðurstöðu og ESA, sem þýðir aftur að annaðhvort þurfa Íslendingar að borga (hvað mikið og hvernig er ekki ljóst) eða gefa EES-samstarfið upp á bátinn og berjast við pólitískan þrýsting nágrannaríkjanna einir og óstuddir. Og við Íslendingar þurfum líka að horfast í augu við að málstaður okkar ekkert sérlega traustur þegar vel er að gáð. Allir eru sammála um að óréttlátt sé að almenningur taki á sig skuldbindingar einkafyrirtækis, en hvernig eigum við að sannfæra breska og hollenska skattgreiðendur um að það sé betra að þeir geri það? Og hvernig skýrum við það að Íslendingar hafa greitt möglunarlaust milljarðahundruð vegna skuldbindinga þessara sömu banka og slá síðan á útréttar sáttahendur breskra og hollenskra yfirvalda þegar þau vilja semja við okkur á mjög hagstæðum kjörum? Hræddur er ég um að þegar breska og hollenska ríkisstjórnin setur sínar spunavélar af stað að þá fari málstaður Íslendinga að hljóma eins og frekjuorg í óþekkum krökkum sem vilja fá allt en ekki greiða fyrir neitt. Og óþekkir krakkar eru aldrei vinsælir leikfélagar ... 

Pétur (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 10:54

4 identicon

Stjórnvöld  þeirra þriggja landa sem eiga að þessu máli hafa ekki beint sýnt framm á að þau ætli að draga bakhjarlana í Icesave til ábyrgðar fyrir þeirra hlut í málunum, á þar sérstaklega við æðibunuganginn á að koma undan til annara fyrirtækja eins miklum peningum og hægt var á síðustu augnblikum áður en bönkunum var lokað.  Venjulega þega fyrirtæki verða gjaldþrota þá er eignunum skift og skuldir innheimtar og deilt á milli kröfuhafa áður enn það er gert nokkuð annað..... og af þessu leiðir enn meiri andstaða við að greiða Icesave.... látum stjórnvöld og dómstóla gera upp dæmið og þá er hægt að semja um eftirstöðvarnar.  Ég þekki engan sem mundi skrifa upp á skuldaviðurkenningu sem er þannig orðuð að eigandi skuldarinnar getur gjaldfelt heila drallið eftir geðþótta og það án þess að vit hina raunverulegu upphæð.

Haraldur Johannesson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:09

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er ekki okkar að bera ábyrgð á gölluðu regluverki EES segi ég...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.4.2011 kl. 11:12

6 identicon

 Fólk sem þekkir vel til í Evrópu almennt og fylgist með fjölmiðlum í Bretlandi og Hollandi virðist ekki telja að þar sé neitt "áróðursstríð" gegn Íslandi í gangi.                                                                                                        

Í Bretlandi og Hollandi hafa t.d. oft verið birtar greinar og viðtöl sem sýna skilning á erfiðri stöðu Íslands vegna "hruns" og Icesavedeilunnar.              Hollenska dagblaðið NRC Handelsblad birti t.d. tvær greinar um málið 8.4. 2011 undir nafni  eins ritsjóra blaðsins Vriesinga. Báðar þessar greinar eru í eðli sínu fréttaskýringar byggðar á viðtölum við nafngreinda Íslendinga um viðhorf okkar til Icesave deilunnar og erfiðri stöðu okkar almennt í kjölfar "Hruns".

Skilningur  og meðaumkun sem birt er í fjölmiðlum er hinsvegar ekki jafngildi samþykkis og það er  líka vel hugsanlegt að "afbrotamaður" yrði dæmdur sekur þó dómarinn hafi samúð með honum og skilji hvað leiddi til afbrotsins. 

Mér sýnist að "okkar menn" (stjórnin) ætti að láta "áróðursstríð" í útlandinu eiga sig og einbeita sér í staðinn að undirbúningi fyrir málaferlin sem framundan virðast vera.

Agla (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:27

7 identicon

Gaman að sjá að fleirum en mér fannst færslan athyglisverð.

Ingibjörg Guðrún nefnir regluverk EES í þessu sambandi og ég held að það sé atriði sem mörg okkar eru ekki nægilega inn í. (Ég er í þeim hópi). Ég hélt að "við" hefðum samþykkt "regluverkið", hve gallað sem það kann að vera, og hefðum þar með skuldbundið okkur til að fylgja því.

Ég hef reynt að fylgjast með þessum flóknu málum en þetta er eitt af mörgu sem ég áttaði mig aldrei almennilega á.

Það er kannski ljótt að segja það en mér fannst Pétur hafa ýmislegt til síns máls, nema hvað ég efa það stórlega að breska eða hollenska kerfið setji neinar "spunavélar" af stað til þess að tryggja sér sigur í málaferlum vegna Icesave innistæðutrygginganna.  Ég myndi halda að þeir séu löngu búnir að leita álits sérhæfðra lögfræðinga um þessi mál.                        

Agla (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:55

8 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þegar kemur að því að flytja málið fyrir dómstólum þá er eins gott að pólitíkusum verði haldið fjarri þeim salnum... Það er aldrey neitt sem kemur rétt frá þeim þegar verið er að ræða alþjóðleg samskipti...

Allavega eiga Steingrímur, Jóhanna, Össur, og nokkrir fleirri að halda sig fjarri. Þau hafa bara ekki þá tungumálakunnáttu sem þarf til að ræða við erlenda diplómata og blaðamenn...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 10.4.2011 kl. 12:42

9 identicon

Þetta var stutt frétt á þýsku stöðvunum. Bara sagt frá því þurrt og hlutlaust hvað er að gerast hér. Engin gagnrýni eða áróðursstríð. "Þjóðin sagði Nei." Punktur 

anna (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband