Má kaupa Guð á plastinu! ?

Ég trúi á að til sé máttur æðri minum eigin vilja.  Annað væri mikill hroki!  Spurningin er bara vil ég hafa einhvern mátt mér æðri í mínu lífi?  Hvað verður þá um mig og allar mína áætlanir?  Mér hefur alltaf þótt ég mátulega flottur, með margt á hreinu stundum skrikað fótur en yfirleitt staðið upp aftur.  Iðulega fannst mér,  ef ekki alltaf að Guð og menn höfðu yfirgefið líf mitt.  Skildi ekki að hugsanlega lokaði ég á lífið.

Í daglega lífinu finnst mér flestir gera eins og ég gerði þá,  svindla á lífinu!  Án þess þó að skynja það sjálfir.  Því allt sem  öfugt fer er öðrum að kenna.  Einfalt en of satt lögmál örlaganna :))   Ef ég fer eftir hamingjuuppskrift dagblaðanna þá fer allt vel?  Ef ég kýs rétt þá fer allt vel.  Ef ég er í réttu fötunum á réttu skuldabréfakörfuna og sést á réttu stöðunum þá fer allt vel.  Og svo þegar hamingjan lætur bíða eftir sér er sagt bölvað ólán! Fundin er ný uppskrift að hamingjunni og gamla sagan rúlluð upp aftur. 

 Að vinnan geri mig frjálsan er ekki satt nema að hluta.  Hún nefnilega verður húsbóndi minn þegar of langt er gengið.  Og þannig er nú með ansi margan Íslendinginn.  Vinnan gerir okkur oft svo blinda og heyrnarlausa!  Ég trúi því að þegar einhver segist vera að svindla á Guði! Sé hann í raun að beita sjálfum sér brögðum ljúga að sjálfum sér og misnota Guð! Og svindlar eiginlega bara til að geta haldið áfram örvæntingarfullri  og eigingjarni leit sinni að eigin hamingjunni.  

En gott fólk mér til mikillar furðu gerðist eftirfarandi í morgun!  

Vaknaði og eldaði hafragraut handa unglingnum sem var að fara í síðasta samræmdaprófið.  Hinn fékk sér morgunkorn og ég slatta af sterku kaffi.  Hleypti hundinum út og hlustaði á gufuna og fannst ég tómur.  Eitthvað var að, eitthvað vantaði og ég var ekki í eðlilegu ástandi.  En viti menn málið var að mér leið vel ekkert var að og ekkert vont framundan.  Er nema von að manni bregði?  Ég lifi einföldu lífi án átaka liðins tíma!  Rólegu lífi er eiginlega að verða svona pínu kaffihúsaspekingur!  Og ég er að læra þetta! Og ég trúi því að ég sé ekki lengur nafli alheimsinsl  Hvílik blessun að vera laus við þessa ábyrgð!  Að þjóna og vera öðrum góður gefur mér öll auðæfi sem ég sækist eftir.  Laus við græðgina sem var að drepa alla gleði og frjáls fyrir metnað hins veraldlega heims.  Hvílikt frelsi að vera bara ég í dag og lifa þessu einfalda og góða lífi.  Er ráðsmaður hjá bróður mínum hann er á álvertið. 

Það er að kólna úti.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Helvíti fínt. Þegar maður loksins skilur að lífið er hálf hlægilegt og maður hættir að vera fastur í kassanum sem þjóðfélgið (eða maður sjálfur) setur mann í er hægt að fara að njóta þess.

Villi Asgeirsson, 10.5.2006 kl. 18:12

2 Smámynd: Ester Júlía

Það opnaðist ýmislegt fyrir mér við að lesa þetta. ýmislegt sem ég var búin að gleyma, eitthvað sem ég hafði talið mig vita en stöðugt þarf maður að minna sjálfan sig á og eitthvað hefur það farið forgörðum. "Græðgi drepur gleði" er td. mjög umhugsunarvert. Þessi lestur var til þess að eitthvað opnaðist fyrir mér. ... ég ætla því að byrja daginn á nýjum forsendum ..þökk sé skrifum þínum :) Eigðu frábæran "einfaldan" dag.

Ester Júlía, 11.5.2006 kl. 08:07

3 identicon

Einfaldleikinn:) Já takk!! Takk fyrir að deila þér með okkur enn og aftur, það gefur mér helling. Kærleiksknús frá mér.

Diana (IP-tala skráð) 11.5.2006 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband