Óskiljanleg ábyrgðarlaus þáttaka fulltrúa verkalýðsfélaga í sukkstjórnum lífeyrissjóða!

Lífeyrissjóðir og lýðræði?  Eiginlega fljótlegt að afgreiða.  Ekkert er hér sjáanlegt um framkvæmt lýðræði hjá viðkomandi sjóðum.  Lífeyrissjóðurinn Gildi er tekið sem dæmi eftir nýjustu uppákomu þar á bæ.  En þögnin í kringum lífeyrisjóðahneykslið er þrúgandi og stjórnarmenn dvelja i hugsuninni "mér finnst ég algjörlega óeigingjarn og einarðlega helgaður velferð annarra".  Í lokuðum fjölskyldukerfum er ekki talað um tilfinningar, vanlíðan og vandamál! Er það þessa lokaða leyndarmála, vanlíðunar og reiðileið sem við viljum fara?

Í fulltrúaráð Gildis skipa verkalýðsfélögin 80 fulltrúa og Samtök atvinnulífsins aðra 80 fulltrúa. Þau velja svo helmingaskipta stjórn 8 aðila.  Stjórnin ræður svo í raun öllu er varðar fjárfestingar og ráðningar stjórnenda. 

Vald spillir og tekið allsherjarvald spillir algjörlega!  Forsjárhyggja, ég veit best og ræð þessvegna hvernig fjárfest er hugsun veldur hér algjörri spillingu og fjöldanum ómældum skaða.  En án óskoraðs valds til framkvæmda væri þetta ekki hægt.  Valds sem hér kreftst framkvæmdasiðferði þess er í eigingírni hugsar aðeins um sinn hag.

Þeir 40.000 sem greiða í sjóðinn ráða engu um skipan í fultrúaráð og hvorki þeir né 178.000 aðilar sem eiga réttindi í sjóðnum kjósa yfirhöfuð um eitthvað er varðar sjóð sem er í raun þeirra.

Mér skilst að þetta gildi um flesta opna lífeyrissjóði!  Sem aftur opnar á brýna nauðsyn á umræðu og endurskoðun ofannefndra reglna.  Félagsmenn eru í öllu þessu augljóslega aðeins hráefni sem er þessum mönnum nauðsynlegt til að þeir fái svalað valdafýsn sinni. 

Upplifun af svik er sterk hjá hinum einstaka félagsmanni.  Hans verður að taka ábyrgð á gjörðum allsherjargoðanna og dregið er úr lífeyrisgreiðslum til hans úr viðkomandi sjóði.  Allt til að standa undir sukk og óráðsíu fárra af valdhroka siðferðisblindaða einstaklinga.  

Í ölduróti tilfinninga dagsins,  reiði og sorgar er hver félagsmaður skilin eftir úti á rúmsjó án björgunarbáts.  Í eina björgunarbátinn fóru nefnilega siðleysingjarnir sem orsökuðu hrunið! 

Bylting er augljóslega nauðsynleg, ný og sterk sundtök annars drukknar hugsjónin og líf okkar allra.  Valdið notaði allsherjarstjórnin til að vera í áhættufjárfestingum með lífeyri félagsmanna.  Fjárfestingum sem af tilviljun lentu hjá vinum, flokksfélögunum eða öðrum kunningjum stjórnarmanna.   Tilviljun sem er í eðli sínu alveg einstaklega undarleg tilviljun.

Tap einstaka félagsmann í lifeyrissjóðum þessum er mikið.  En þeir sem orsökuðu með óráðsíu sinni tapið ætla bara að sitja áfram og segist kunna þetta betur en aðrir.

Siðleysi þessarar ákvörðunar stjórnarmanna er algjört. Og þó að "skilja megi" græðgi og peningahyggju Samtaka atvinnulífsins er þáttaka fulltrúa verkalýðsfélaganna í þessum gjörningum óskiljanleg.  Samtryggingin sem krefst eigingírni og sjálfshyggju er algjör því spunnin köngulóavefur spillingarinnar verður með einhverjum hætti eiga sér framhaldstilveru.

Ég fer ekki fram á mikið.  Aðeins að stjórnendur þessara sjóða viðurkenni mistök, biðjist fyrirgefningar og segi af sér.

Réttur til upplýsinga og frelsi til áhrifa,  að koma skoðun sinni á framfæri verður án efasemdar að vera algjör.

Lausnin er að opna og sýna það sem fram fer.  Hætta að ljúga, svikja, stela og fela hvort sem um upplýsingar eða fjármagn er að ræða.  Vandamálið er hér ekki vandamálið heldur það að vandamálinu er afneitað. En vandamálið sem ekki er til stjórnar samt ákvörðunum og gjörðum þess sem afneitar vandamálinu. 

Eitt vandamálið er einnig ríkjandi doði eitthvert getuleysi félagsmanna til að gera kröfur um breytingar á hvernig um lífieyrissparnað þeirra er annast.  Hvernig ætli sé hugsað um lífeyri stjórnarmanna lífeyrissjóðanna?  Eða lífeyrissjóði þingmanna og ráðherra? Afhverju heyrist nánast ekkert frá foringjum verkalýðshreyfinga um eigið stjórnleysi í stjórnum lífeyrissjóða?

Furðu sætir hvað heyrist lítið um þessi mál.  Mál sem snúast um lífeyrissparnað hundruð þúsunda einstaklinga.  Er doði og sorg enn ríkjandi eða er þetta sama gamla leiðin að taka við endalaust og láta yfir sig ganga.  "Þetta reddast" hefur ríkt of lengi!

Það er sagt "þú getur aldrei hjálpað öðrum ef þú ert drottnunargjarn því allar mannverur þurfa  að vera frjálsar til að finna sjálfa sig og lífa sínu eigin lífi. Ef þú ætlar að ráðskast með aðra mannveru hindrar þú framfarir hennat og það máttu aldrei gera.  Frelsi andans er nauðsynlegt fyrir sérhvern og alla. "  Höfum þetta í huga.


mbl.is Kvartar undan kosningaáróðri í sundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband